Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 26
138 HEIMILI OG SKÓLI Allt er þegar þrennt er. Það er eiginlega kominn nýr tónn í heim- ilislífið síðan í gær. Þetta byrjaði með því að ég átti tal við tengdamóður mína í síma og við töluðum saman í hálfa klukkustund að minnsta kosti, og ég hlýddi með þolinmæði á nákvæma lýsingu á öllum sjúkdómum henn- ar. Eftir allt þetta þótti mér, sem ég yrði að láta gremju mína fá útrás á einhvern hátt. Og þegar sonur minn níu ára hafði hlýtt á það allt, sagði hann sakleysislega: „Það er eins og þú hafir gleymt heilmiklu, sem þú ætlaðir að segja við ömmu. Hvers vegna talar fólk svo mikið um aðra á eftir? Mér finnst miklu rétt- ara að segja því allt þetta á meðan það getur hlustað á það.“ „Þar fékkstu það,“ varð mér að orði og flýtti mér að senda son minn út að leika sér. Um kvöldið sátum við hjónin inni í dag- stofunni eftir kvöldverðinn og bar þá margt á góma. Sonur okkar hlýddi á. Er hann hafði hlustað góða stund á þvaðrið í okkur, sagði liann spekingslega: „Mér finnst fullorðið fólk alltaf vera að tala um, hvað aðrir séu heimskir. Er ekki hægt að tala um eitthvað skemmtilegra?" Við hjónin litum dálítið sneypulega hvort á annað. Og eftir einhverja mjög lélega skýr- ingu á afstöðu okkar í þessu máli, sendum við son okkar i rúmið. „Þarna fengum við það,“ sagði maðurinn minn með kankvíslegu brosi. „Við ættum lík- lega að tala varlega, þegar hann hlustar." Þessi athugasemd kom mér til að sverja það, að segja aldrei nokkurn hlut um nokk- urn mann, sem valdið gæti óþægindum. En viti menn: A sunnudagskvöld komu nokkrir vinir okkar í heimsókn, og ég tók á móti þeim með þessum orðum: „Ó, en hvað það var gaman, að þið skyld- uð líta inn til okkar.“ En þarna var hinn sannleiksleitandi sonur minn enn mættur og skaut nú þriðja skot- inu: „Hvers vegna segir þú þetta, mamma? Þó er pabbi búinn að segja, að hann geti ekki þolað neina gesti á sunnudögum.“ „Þarna fengum við það,“ sögðu gestirnir og brostu vandræðalega. Þeir kvöddu fljót- lega. Jæja, nú er ég farin að gæta að, hvað ég segi, þegar sonur minn hlustar á. (Þýtt). Góð þrédikun. Til er saga um Búddaprest, sem var að halda guðsþjónustu með munkum sínum. í þann mund, er hann var að hefja prédikun sína, tók fugl að syngja fyrir utan klaustur- múrana. Presturinn þagnaði, og allir hlust- uðu í hátíðlegri þögn á hina fögru tóna. Þeg- ar fuglinn hafði hætt að syngja, tilkynnti presturinn, að prédikuninni væri lokið og hann gekk burt. Lífið í náttúrunni er góður prédikari. Ungfrú Cécile Sorel er gömul leikkona, sem hefur einhvern tíma verið mjög fög- ur. Dag nokkum fer hún til skriftaföður síns og segir við hann: „Ég ætla að játa það fyrir yður, kæri herra, að ég skoða mig mjög oft í speglinum. Er það synd, faðir?“ „Nei, barnið mitt.“ „Ég ætla einnig að játa það fyrir yður, að þegar ég skoða mig í speglinum, þá finnst mér ég vera mjög fögur. Er það synd, faðir?“ „Nei, barnið mitt, en. .. . en það er misskilningur." HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMÁL Útgefandi: Kennarafélag EyjafjarOar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgang- urinn kr. 30.00, er greiðist fyrir I. júnf. Útgáfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaSur: Árni Björnsson, kennari, Þórunn- arstræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. Akureyri. Slmi 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.