Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 16
128 HEIMILI OG SKÓLI litlum þroska. Þá vilja sumir foreldr- ar kenna um „leti“ barnsins. Sú kann stundum að vera meðorsök. En þegar um leti eða áhugaleysi er að ræða, stafar hún venjulega af því, að barnið finnur til vanmáttar við námið. Og hver getur láð því barni, þótt það sé ekki logandi af áhuga? Já, við mælum námsárangurinn í prófunum, og til að örfa áhuga barns- ins við undirbúning prófa og þar með fá betri árangur af þeim, heita for- eldrar barni sínu stundum verðlaun- um, ef þau nái ákveðinni einkunn. Ég vara alvarlega við þessu. Þetta kemur að gagni aðeins um örfá börn: Dugleg börn, sem eru í raun og veru löt. Ann- ars er það hálfgert öfugmæli að tala um löt börn — því að það eru börn yfirleitt ekki. En nái nú ekki barn þeirri einkunn, sem krafizt er til að hljóta verðlaunir, verður ósigurinn og sársaukinn tvöfaldur. Það hefur kannski lagt sig fram við lesturinn í því skyni að hljóta verðlaunin, en bíð- ur samt ósigur — tvöfaldan ósigur. Fyrir skömmu heyrði ég um föður, sem lofaði drengnum sínum reiðhjóli, ef hann næði ákveðinni einkunn. Og þar var markið sett ósanngjarnlega hátt, svo að engin von var til að hann næði henni. Þetta ættu engir foreldr- ar að gera. Hitt væri sönnu nær að veita einhver verðlaun eftir á, — ef barnið hefur staðið sig vel. Það verð- ur óvænt gleði og uppörfun, sem kannski verður varanleg. Nei — miklu betra en öll verðlaun er sú hjálp, sem foreldrar kunna að geta veitt börnum sínum við námið. Sú hjálp hlýtur að vera mjög misjöfn eftir heimilisástæðum. Þar sem mörg börn eru í heimili, verður þetta erfitt. Einhver bezta hjálpin, ekki sízt með seinþroska og þroskalítil börn er að uppörfa þau og hvetja. Spara sem mest aðfinnslur og hægt er, en nota hvert tækifæri til að hæla þeim og telja í þau kjark. Það er hættulegt að gera meiri kröfur til barnanna en sem svarar til þroska þeirra. Þetta mætt- um við einnig hugleiða í skólunum. Ég hygg, að þess séu fá dæmi, að verðlaun, er heitið er fyrir fram, hafi ráðið nokkrum úrslitum við próf. Og eitt er víst. Það eru miklu meiri líkur fyrir því að þau valdi vonbrigðum og sársauka. Því ætti að varast þau. H. J. M. Foreldradagur Miðvikudaginn 18. nóvember sl. var hald- inn foreldradagur í Barnaskóla Akureyrar, hinn annar í röðinni, og fór hann fram með þeim hætti, að öll kennsla var felld niður, en hins vegar var foreldrum barnanna boðið að koma í skólann og ræða við kennara og skóla- stjóra. Voru þeir til viðtals frá kl. 9—12 ár- degis og 1—4 síðdegis. Aðsókn var nokkuð jöfn allan daginn, en þó heldur meiri frá kl. 1—4. Ekki er alveg vitað, hve margir foreldrar komu, en 435 viðtöl fóru fram þennan dag, og er það rúmum 100 viðtölum fleira en á foreldradeginum í fyrravetur. Bendir þetta til þess, að þetta samvinnuform heimila og skóla þyki hentugt. Kennarar eru mjög ánægðir með þennan dag, þótt hann væri nokkuð strangur, og telja þeir þessar viðræður hafa verið í senn gagnlegar og ánægjulegar. Skólinn þakkar foreldrum fyrir komuna og viðræðurnar. Miðvikudaginn 25. nóv. var svo foreldra- dagur í Barnaskóla Oddeyrar, og var mikið að gera þann dag. Var viðtölum ekki lokið hjá einurn kennara fyrr en klukkan sex. Alls fóru fram 150 viðtöl, og er það svipuð tala hlut- fallslega og í Barnaskóla Akureyrar. Skóla- stjóri lætur mjög vel af þessum degi og telur hann hafa orðið öllum aðilum til gagns og ánægju.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.