Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 121 er hún alltaf lítil. Henni þykir stund- um sem hún sé einskonar dvergur, og hjá henni vaknar ótti um það, að hún verði alltaf svona lítil. Að hún nái aldrei fullkomnum, eðlilegum þroska. Þessar stúlkur þurfa stöðuga uppörf- un og fræðslu um, að það skipti ekki nokkru máli, hvort þroskinn sé tek- inn út seint eða snemma. Hún þarf að fá að vita það, að hann kemur eins örugglega og sólin skín á jörðina. Þroskastigin koma heldur ekki allt- af í sömu röð. Sumar telpur fá þrosk- uð brjóst áður en breytingin verður, aðrar á eftir. En hvað sem öllu öðru líður er það telpunum brýn nauðsyn að fá fræðslu um allt þetta, sem í vændum er, og ekki sízt þær andlegu og líkamlegu breytingar, sem þær verða að ganga í gegnum á kynþroskaskeiðinu. Ef þær vita, hvað er að gerast, losna þær að mestu við þann kvíða, ótta og alls konar grillur, sem oft þjá ungar stúlkur á þessum aldri. Sambandið við hina fullorðnu. Þekking á því, sem gerist á kyn- þroskaskeiðinu meðal hinna ungu, getur einnig komið þeim fullorðnu, sem eiga að umgangast þá, að veru- legu gagni. Við eigum ekki aðeins að búa telpurnar okkar undir það, sem koma skal. Við verðum einnig að gera okkur ljóst, að hvorki þær né við eig- um sjö dagana sæla. Það er harla til- gangslaust að skamma Bertu. Hún verður hvorki iðnari, hjálpsamari né betri viðureignar fyrir það. Hins veg- ar er ekki til þess ætlazt, að við þurrk- um okkur sjálf út og sættum okkur við hvað sem er. Berta verður að lifa eftir lögum, eins og aðrir. Hún má ekki ætla, að allur heimurinn snúist um hana eina. Það eru sem sé tak- mörk fyrir þeim kröfum, sem hún má gera. Við verðum aðeins að kunna að draga okkar takmarkalínur á meðan við getum. Við verðum að taka Bertu eins og hún er: Aðra stundina ráðvillt barn, sem við verðum að halla að brjósti okkar — hina stundina sjálf- stæðan og þroskaðan einstakling, sem við getum rætt við sem jafningja um alvarleg vandamál. Framh. Á forboðnum slóðum. Roskin piparmey — aldur óviss — datt ein- hverju sinni á götu og kom svo til mín á heimsóknartíma. Hún átti ákaflega erfitt með að koma orðum að erindinu, en loks tókst mér þó að hafa það upp úr henni, að hún hefði meitt sig í hnénu. Ég reyndi að gera henni skiljanlegt eins varfærnislega og ég gat, að ef ég ætti að hjálpa henni eitthvað, yrði ég að fá að skoða hné hennar. Nokkur andartök var kveljandi þögn. En loks tók hún dálítinn böggul upp úr tösku sinni og vafði utan af honum pappímum. Þá kom í ljós, að þetta var alklædd brúða. Mjög gætilega lyfti hún kjólfaldi brúðunnar ofurlítið upp, svo að hægt var að sjá annað hnéð. Þá benti ungfrúin á ákveðinn blett og mælti: „Það er hérna, sem ég meiddi mig, herra læknir." Vegna þess, að ég hafði nú reynt margt og var eldri en tvævetur, rannsakaði ég með mikilli nærfærni og nákvæmni hné brúðunn- ar og gaf síðan ungfrúnni góð ráð varðandi hennar eigið hné. — J. F. Ósk blinda drengsins. Ef ég gæti fengið óskir mínar uppfylltar, myndi ég óska þess að fá sjón, en ef ég mætti aðeins fá eina ósk uppfyllta, myndi ég ekki eyða henni til að biðja um sjónina. Nei, þá myndi ég óska þess, að mennirnir skildu livor aðra og gerðu sér far um að vita, hvern- ig þeim líður hið innra.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.