Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 6
118 HEIMILI OG SKÓLI geta meðtekið þessa ljósorku alheims- ins, sem alltaf streymir í gegnum okk- ur, svo að við verðum þróttmeiri og getum sýnt öðrum gleði og vingjarn- leik. Við gefum ekki aðeins meðbræðr- um okkar, heldur einnig dýrunum, trjám, plöntum og steinum, sem við göngum á, eitthvað af okkar eigin lífi í gegnum sveiflur. Við hjálpum til við sköpunina í smáum stíl. í Biblíunni finnúm við frásagnir af merkilegri innri reynslu. Þessir spá- menn þeirra tíma, voru sálir, sem gátu opnað sig fyrir innstreymi andlegrar orku, og svo skýrðu þeir frá reynslu sinni. Þeir gátu séð það ókomna, sem öðrum var hulið, og lifðu og hrærð- ust í andlegu umhverfi með hugsanir sínar og tilfinningar. Þar er einnig hægt að lesa um mikla baráttu milli hins hærra og hins lægra eðlis, eins og t. d. þegar Jakob glímdi við drottin — en hann var tákn um vaxtarbrodd hins andlega eðlis. Þannig er það einnig á okkar tím- um — barátta í hugum manna, sem verður að heyja, svo að sálin geti end- urnýjazt og fæðzt aftur. Þess vegna er þessi endurnýjunartími svo mikilvæg- ur, og ætti að ljóma af gleði, sem allir gætu eignazt. Frá glöðu hjarta streymir kærleikur og góðvild. Hér er ekki átt við kær- leika, sem er blindandi, en kærleik, sem streymir út eins og orka — sem gefur allt og endurnýjast stöðugt í hjörtum okkar, brennir og eyðir öllu ljótu, svo að kærleikurinn verður að síðustu hreinn og óeigingjarn. Þetta er athöfn, sem tekur langan tíma, en það hafa alltaf verið til stór- menni, sem hafa vísað veginn með fögru fordæmi og gegnum göfugar kenningar. Við þökkum þessum meisturum með virðingu og lotningu. Tónarnir, sem lifa og hrærast í hljómlist englanna, og þeir tónar, sem hrærast í hjörtum okkar, eru þeir sömu. Söngurinn í hjarta okkar, sem aldrei þagnar, hjálpar okkur að tak- markinu. Ef við megnum að opna okkur fyrir ljósgeislum Kristsorkunnar, þá mundu ljóstýrur okkar verða skærari. Þá mundum við gleyma okkur sjálfum og eignast fyllingu allífsins, svo að við getum fundið eininguna í margbreyti- leik lífsins, fundið frið og innri ham- ingju, svo að hjarta okkar verði í sam- hljómi við hjarta alheimsins, og fyllri hljómur í hinum andlega heimi. Bjartir englahópar, sem eru sendi- boðar skaparans, munu bera þessa hljóma frá musterum hjartna okkar til hjarta hans, — sem er fullt af eilíf- um söng kærleikans. Eirikur Sigurðsson þýddi. <11111 ■■IIIIIIIIUIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlKI*

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.