Heimili og skóli - 01.06.1971, Side 9

Heimili og skóli - 01.06.1971, Side 9
Húsnæðið Félagsmál o. fl. hraða og getu við námið, er þeir hafa hæfileika til. Nú á síðari árum hafa margar þjóðir gert tilraunir með tvær eftirfarandi námsleiðir til þess að ná þessu marki: Onnur er valgreinaleiðin, er unglingaskólarnir hér eru að byrja að nota. Hin er „opinn skóli“ eða „bekkjalaus skólli“, sem svo er nefndur. Ef skýra ætti framkvæmd þessara námsleiða, kosti þeirra og galla, þá yrði það mjög langt mál. En í stuttu máli má segja, að með valgreináleiðinni er nemendunum gefinn kostur á að velja milli þyngra og léttara námsefnis, ásamt breytilegum tímafjölda í hverri námsgrein, en það gefur síðan mismunandi góð tækifæri til framhalds- náms. Þó er öllum möguleikum haldið opnum, þannig, að vilji nemand- inn leggja meira að sér og auka námið hefur hann til þess möguleika og alla þá aðstoð, er skólinn getur látið honum í té. Með „bekkjalausum skóla“, er námsefninu hins vegar skipt niður í einingar. Kennararnir verða meira verkstjórar og leiðbeinendur í smærri hópum og vinna oft margir saman í stórum skólastofum. Síðar, í blaðinu, mun ég gera nánari grein fyrir þessari námstilhögun, en hún er miðuð við, að hver nemandi geti unnið af þeim hraða, er hann hefur hæfleika til. Þessi aðferð er tiltölulega ný, en hefur breiðst út með ótrú- legum hraða sérstaklega í Bandaríkjunum. Til þess að hægt sé að beita þessu verður m. a. að breyta nokkuð húsnæði skólanna og gera má ráð fyrir, að það hafi í för með sér aukakostnað er margur leikmaðurinn myndi telja óþarfan. Eg er þó ekki í vafa um, að „bekkjalaus skóli“ verður mjög umtalaður í náinni framtíð og mun breiðast hratt út. Eins og fyrr hefur verið drepið á, í þessari grein, er húsnæði íslenzkra skóla mjög þröngt og gefur ekki möguleika á einsetningu, hvað þá kennslustofum fyrir sérgreinar nema ef til vill handavinnu og í örfáum tilfellum teikningu og söng. Sé svo íþróttahús ekki fyrir hendi, áfast skólabyggingunni eða rétt við, leiðir það til sundurslitinnar stunda- skrár, er bitnar á námi barnanna og heimilislífi þeirra er mörg börn eiga í skóla,, sem hvert hefur sína óþægilegu stundaskrá. Við hljótum því að stefna að einsetningu og samfélldum skóladegi. Að lokum skulum við minnast örlítið á félagsmál skólanna. Þó ekkert fé sé ætlað til þessara hluta í þeim kennslukvóta er skólanum er ætlað- ur, þá er töluvert um félagsmál nemendanna bæði innan skólans, í tengslum við skólann og utan hans. Kennararnir hafa unnið þessi störf í sjálfboðavinnu og þökk sé þeim fyrir það, því hætt er við að annars hefði þessi þáttur skó'lastarfsins fallið niður. Ekki er mér til efs að með félagsmálastarfinu hafa þeir lyft mörgum nemandanum og gefið honum sjálfstraust og aukna námsgetu. Hinu er svo ekki að leyna að færustu nemendurnir eru eftirsóttastir til þessara starfa og þegar alls konar félög IIEIMILI OG SKÓLI 53

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.