Heimili og skóli - 01.06.1971, Síða 21

Heimili og skóli - 01.06.1971, Síða 21
Borð fatlaða drengsins EINHVER dapurleiki umlék þessa snotru konu, þar sem hún gekk upp hæðina, með töskuna sína og gamla regnhlíf, í átt til sjúkrahússins. Gömul piparmey, sem safnar postulínsmunum og á að minnsta kosti einn kött, hefðu sennilega flestir hugsað. Eitt var það þó, sem gerði hana sérstæða í þessum ameríska bæ: hún var ensk. Hvers vegna í ósköpunum hafði hún hafnað í bænum Portland í Oregon? Vatnslitamálverk sýnir hana sem unga stúlka heima á Englandi. Hún er grönn, hak- an einbeitnisleg, glettni í augunum, og fallegt kastaníubrúnt hárið er bundið upp í hnakkanum. Æskuár hennar í byrjun aldarinnar höfðu liðið við glaðværð og áhyggjuleysi; allir dansleikirnir og svo ungi maðurinn. Hún trúlofaðist vorið, sem hún varð 18 ára. Svo bárust þau tíðindi, sem áttu eftir að gjörbreyta lífi hennar. Bróðir hennar, sem flutzt hafði til Kanada árið áður, hafði orð- ið alvarlega veikur. Hún skýrði fjölskyldu sinni og unnusta frá því, að hún ætlaði að taka sér ferð á hendur og annast um bróður sinn. Hjónabandið varð að bíða. Strax fyrsta veturinn í Kanada lærði hún að höggva gat á ísinn til að ná vatni úr lækn- um, saga eldivið, mjólka kýr og baka brauð. Hún hjúkraði bróður sínum svo vel, að hann var orðinn nógu hress til að fara heim til Allir álitu, að drengurinn væri dauð- vona. Hann trúði því einnig sjálfur. Dag nokkurn kom svo þessi sérstæða kona inn í líf hans. Englands, þegar voraði. En hann fór einn. Hvers vegna hún sneri ekki heim með hon- um veit enginn. Ef til vill var hún ekki ást- fangin lengur, e. t. v. óskaði hún aðeins eftir að vera frjáls og óháð. Svo mikið er víst, að hún ákvað að verða hjúkrunarkona og flutt- ist yfir landamærin og fór í hjúkrunarskóla í Oregon. Fyrir 60 árum fólst m. a. gólfþvottur í hjúkrunarnáminu, og vinnudagurinn var 14 stundir. Sjúkrahúsið var líkast fangelsi með hinum skuggalegu göngum sínum, herbergj- um, sem líktust klefum, og skálum, þar sem hinum efnalitlu var hópað saman. Öll þau ár hlýtur hún að hafa horft upp á mikinn ótta og skelfingu og ömurleg dauðsföll. Þessi granna vera, sem vatnslitamálverkið sýndi, var orðin þyngslaleg og þreytuleg, kastaníubrúnt hárið gránaði, og unga áhyggjulausa stúlkan breyttist smám saman í dapurlega, einmana konu, sem fólk tók vart eftir, er hún gekk fram hjá. Þegar hún var 65 ára, gerðust þau atvik, sem eru upphaf þessarar sögu. Kvöld nokkurt sat hún og hvíldi fæturna á stól—- nokkuð sem sönn hefðarkona, sam- kvæmt hennar skilningi, hefði ekki gert; en hún var þreytt og fann til sársauka, sem staf- aði af öðru og meiru en þreytu. Ef til vill var orðið tímabært að draga sig í hlé eftir rúmlega 40 ára hjúkrunarstarf. Svo hringdi HEIMILI OG SKOLI 65

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.