Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 23

Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 23
um nú, var óþolinmæði. Óþolinmæði gagn- vart fótunum, sem vildu ekki bera hann, og gagnvart heilanum, sem vissi svo lítið. Hún nuddaði fætur hans og sveigði þá í eðlilegri stellingar, unz hann æpti af sársauka. Heili hans tók nú fyrst til óspilltra málanna, þeg- ar hún lét trésmið útbúa u-laga borð, sem hægt var að setja umhverfis rúmið hans. Til að byrja með kom hún fyrir stafla af bókum hægra megin við hann, svo sem: Rid- er Haggard, Openheim, Stevenson, Conrad, og síðar bætti hún við Stendahl, Tolstoy og Dostojevsky. Hún kynnti honum meistarana Michelangelo, Picasso o. fl. Hann horfði hugfanginn á hina fögru „Tatarastúlku“ Frans Hals. Þegar hann þreyttist á lestrin- um, gat hann hvílt augun og skoðaði þá hvelfingu Sixtusar-kapellunnar eða hörm- ungar samfara ofviðri á Bahama. Seinna kom hún svo fyrir plötuspilara og hljómplötum vinstra megin á borðinu hans. Heitan sumardag nutu þau svalans, sem fetreymdi frá tónverki Debussy „La Mer,“ og frostkalt vetrarkvöld heyrði hann Sibelíus í fyrsta sinn. Margra ára innilokun hafði gert hann draumlyndan. Hún kom í veg fyrir þá þróun með því að staðsetja sjón- auka fyrir framan hann. Út um gluggann var fagurt útsýni yfir dalinn og bæinn. „Líttu á,“ sagði hún. „Horfðu á heiminn eins og hann raunverulega er.“ Hann var orðinn 15 ára, og einhver nýr óróleiki kom fram í honum. Hún hlýtur að hafa tekið eftir þessu, því ekki leið á löngu, unz hún færði honum bók, sem var gjörólík hinum, sem hann hafði lesið áður. Það var skáldsaga um drengi og stúlkur á hans aldri, sem voru farin að líta hvert á annað öðrum augum. Fjallað var hreinskilnislega um efnið, og honum fór að skiljast, hvaða breyt- heimili og skóli ingar áttu sér stað í honum. Fleiri slíkar skáldsögur fylgdu í kjölfarið. Hann var frá sér numinn, og honum þótti sérlega gaman, að það skyldi einmitt vera þessi gamla pip- armey, sem færði honum skáldsögurnar. Einu sinni stríddi hann henni á því, að hún vissi ekki, um hvað bækurnar fjölluðu. Hún svaraði fremur hvasst sem hennar var vandi, að henni væri efnið vel kunnugt. í tvö ár lifði drengurinn með u-lagaða borðið umhverfis sig og þær gersemar, sem gamla konan færði honum. Svo kom að því, að hún varð að kveðja. I fyrsta lagi átti hún skammt eftir ólifað sakir sjúkdóms, er þjáði hana (en um það vissi drengurinn ekkert). í öðru lagi var starfi hennar lokið, því að nú gat drengurinn gengið — eða því sem næst. í göngugrind gat hann hreyft sig fáein hikandi skref. Þau ákváðu að eyða síðustu vikunum saman á gömlum baðstað við strönd Oregon. Þar var hafnargarður, þar sem hann gat æft sig að ganga. Hún sat flestum stundum í stól við glugga gistihússins, þar sem hún gat horft út á haf- ið. Oftast sat hún og prjónaði eða las, en annað slagið leit hún upp og starði í átt til sjóndeildarhringsins. Hann hafði aldrei áður séð svip hennar svona mildan. Á hverjum morgni og eftir hádegið gengu þau út á hafnargarðinn. Þar sat hún í litlum laufskála — það hefði getað verið sami laufskálinn og á vatnslitamálverkinu henn- ai — og hún fylgdi honum með augunum, þar sem hann skjögraði veikburða fram og aftur. Það var dag nokkurn, já, reyndar síðasta daginn, sem honum datt það í hug, mjög mikilvæg spurning, og hann hraðaði sér ó- 67

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.