Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 28
undarlegustu stellingar. Líkamlega þroskast
þeir seint, fara kannski ekki að ganga fyrr
en tveggja til þriggja ára gamlir.
Mongólidar eru sá hópur vangefinna
barna, sem einna auðveldastur er í um-
gengni. Námshæfni þeirra er nokkur, þeir
læra einföld störf, og sumir þeirra geta
jafnvel lært að lesa. Lesturinn verður þó
mjög vélrænn og skilningur þeirra á les-
efninu lítill.
2. Heilahimnubólga, heilabólga, mjög
hár hiti á fyrstu ævivikum barnsins (s. s.
mislingum) geta valdið skemmd í heila og
fávitahætti. Sama er að segja um fæðingar-
áverka.
Helztu einkenni, sem fram koma við
beilaskemmd, eru lélegur hreyfiþroski.
Hreyfingar allar eru stirðlegar og talsvert
ber á einkennilegum, ósjálfráðum hreyf-
ingum. Einbeitingarhæfni er mjög léleg og
þau verða mjög auðveldlega fyrir truflun-
um. Þessi börn eiga erfitt með að skilja at-
burðarás og samhengi hlutanna og geta
tæplega hugsað í heildum.
Algeng afleiðing heilaskemmdar er floga-
veiki.
Algengast er, að ekki fari að bera á henni
fyrr en barnið er orðið um þriggja ára.
Fyrstu einkenni flogaveikinnar eru oft þau,
að barnið fær hitakrampa, sem síðan breyt-
ist í venjulega krampa án þess að hiti hækki.
Oft gera flogin boð á undan sér með
slappleika, höfuðverk og ógleði, en van-
gefnir flogaveikissjúklingar gera sér yfir-
leitt ekki grein fyrir því, að krampakast sé
í aðsigi. Krampinn stendur mismunandi
lengi yfir, allt frá nokkrum sekúndum upp
í örfáar mínútur.
Meðan krampinn stendur yfir verður
sjúklingnum mjög þungt um andardrátt og
72
liann dökknar í andliti eins og honum liggi
við köfnun. Slím freyðir um munn hans og
honum hættir til að bíta sig í tunguna. Ekki
er hægt að stöðva krampann eftir að hann
er byrjaður og vara skal þá, sem umgangast
krampasjúklinga við því, að reyna á nokk-
urn hátt að stöðva hinar ósjálfráðu hreyí-
ingar sjúklingsins, en fjarlægja þá hluti,
sem hann ef til vill gæti meitt sig á.
Eftir að kastið er liðið hjá er sjúklingur-
inn oft mjög máttfarinn og sofnar þá oft og
sefur í nokkurn tíma.
Ef köstin standa lengi yfir, geta heila-
frumur eyðilagst vegna súrefnisskorts, en
heilafrumur endurnýjast ekki aftur eins og
aðrar frumur líkamans. Margir þessara
sjúklinga sljóvgast því með aldrinum. Ekki
er hægt að lækna flogaveiki nema hún stafi
af heilaæxli eða skemmd í heila, sem hægt
er að fjarlægja með skurðaðgerð, en til eru
lyf, sem haldið geta krampanum í skefjum
eða fækkað köstum til muna.
3. Heilalömun (cerebal parese) stafar af
skemmd í heila og er oft samfara fávita-
hætti. Margir heilalömunarsjúklingar hafa
þó óskerta greind. Aðaleinkenni er lömun
þeirra tauga, sem stjórna sjálfráðum hreyf-
ingum, sérstaklega hreyfingum útlima.
Vöðvar allir verða mjög stífir og hreyfingar
erfiðar. Stundum er stífleiki þessi einungis
bundinn einum útlim, en nær stundum til
allra útlima, allt eftir því hvar skemmdin er
í heilanum og hversu mikil hún er.
Oft er heyrn þessara sjúklinga léleg og
málfar óskýrt vegna erfiðleika í stjórn tal-
vöðva.
Sumir þessara sjúklinga geta haft nokkurt
gagn af sjúkraþjálfun og talkennsla er þeim
nauðsynleg í mörgum tilfellum.
HEIMILI OG SKOLl