Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Side 11

Læknaneminn - 01.10.1956, Side 11
LÆKNANEMINN 11 an hverfur, og hafa athuganir á lifrarvef frá sjúklingum í aftur- bata sýnt, að bólgubreytingar finnast í lifrinni mörgum vikum og jafnvel mánuðum þar á eftir. Einnig hafa rannsóknir sýnt, að í gulusótt eru vefjabreytingar svo að segja eins, hvort sem um er að ræða sjúklinga í faraldri eða sjúklinga með serum hepatitis. Þess var áður getið, að sjúkling- ar næðu sér í flestum tilfellum full- komlega eftir gulusótt. Hinsveg- ar dregst sjúkdómurinn stundum á langinn, svo að einkenni haldast mánuðum saman. Enda þótt dauðs. föll séu mjög fátíð, getur sjúk- dómurinn þó endað með dauða. í grein í Am. Journal of Patho- logy frá árinu 1944, lýsir Luc- ke(12) breytingum, sem fundust við krufningu á nokkrum sjúkling- um, er látizt höfðu úr gulusótt. Mun ég í stuttu máli rekja nokk- uð af því helzta, sem hann fann. Athuganir hans ná til 125 tilfella. Ávallt fundust breytingar í lifur, sem svöruðu til þess, er nefnt hefir verið idiopatisk gul eða rauð lifr- aratrophi. Þegar litið er á lifrina, er hún í flestum tilfellum greini- lega minnkuð og oft aðeins helm- ingur af eðlilegri stærð. Þunginn er venjulega milli 800 og 1200 gr. Þó koma fyrir tilfelli, þar sem lifrin er af eðlilegum þunga. Yfirborð lifrarinnar er venjulega slétt eða örlítið hrukkótt, ef sjúk- dómurinn hefir staðið stutt, og litabreytingar ógreinilegar. Hafi sjúkdómurinn staðið lengur, koma fram gulgrænir hnútar, er geta líkzt æxlum og skaga út á yfir- borðið hér og þar, en á milli er yfirborðið ýmist rauð- eða grá- leitt. í þverskurði sést, að út- breiðsla skemmdanna er mjög ó- regluleg, þannig að stórir, rauðir, kjötkenndir flákar skiptast á við órelulega, ljósgula flekki, sem gjarna eru galllitaðir. Þessir gulu blettir eru misstórir, allt frá smá- hnútum og upp í samfelldar breið- ur, sem þá ná stundum yfir mest- alla lifrina. Við smásjárskoðun á hinum rauðleita, kjötkennda vef, er ekki unnt að greina neinar lifrarfrum- ur. (Sbr. 3. mynd). Þó sést votta fyrir útlínum lifrar lobuli, þar sem nokkur gallgangnaaukning er á mörkunum. Hinsvegar eyðast reti- culumþræðir ekki og reticulum net lifrar lobuli sést ■ greinilega, enda þótt möskvar þess séu víða sam- anfallnir og einstaka reticulum- þræðir nokkuð í þykkara lagi. (Sbr. 4. mynd). Um þráðanet þetta eru dreifðir lymphocytar, plasmafrumur, granulocytar og macrophagar. Við eyðingu lifrar- frumanna falla lifrar lobuli sam- an, en eins og áður sagði, er bólgu- frumuíferð mjögáberandi í möskv- um reticulum netsins. Þessi eyð- 3. mynd....

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.