Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Page 24

Læknaneminn - 01.10.1956, Page 24
LÆKNANEMINN LÆKNA NEMINN BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA Ritnefnd: Hrafn Tulinius, ritstj. Þórarinn Ólafsson. Þórey J. Sigurjónsdóttir. Auglýsingar: Edda Björnsdóttir. Kristján Baldvinsson. Oddur Bjarnason. Frá rítnsfndinni Um leið og nýkjörin ritnefnd tekur við ritstjórn þessa blaðs, vill hún láta það verða sitt fyrsta verk, að þakka síðustu ritnefnd ágætlega unnin störf. Það liggur við borð, að okkur þyki síðustu tvær ritnefndir hafa verið of dug- legar. Samanburðurinn verður ef til vill óþægilegur. Hvað um það, við reynum að gera okkar bezta, og væntum mikillar og góðrar samvinnu meðstúdenta okkar. Við teljum okkur geta treyst á hina ágætustu hjálp, ef dæma má eftir þeim viðtökum, sem við þeg- ar höfum fengið, hvar sem við höfum borið niður eftir efni eða aðstoð. Við höfum ekki í hyggju að gera neinar róttækar breyt- ingar á formi eða stærð blaðsins, heldur viljum við reyna að halda í horfinu og feta þann veg, sem þegar hefur verið markaður. Eina nýjung má þó geta um, en það er þátttaka tannlæknanema. Síðasta ritnefnd reifaði málið við þá, og höfum við rætt við formann Fé- lags tannlæknanema. Það hefur verið fastmælum bundið. að þeir birti eitthvað efni í hverju blaði og í fyrsta sinn í næsta tölublaði. Annar fastur þáttur verður Skák- þátturinn og hefur Guðjón Sigur- karlsson tekið að sér að sjá um hann. Sérstaklega viljum við þakka Ólafi Bjarnasyni lækni fyrir ágæta ritgerð hans og þá velvild, að leyfa okkur birtingu á henni. Úr gömlum hygienuglósum. Fyrsta vatnssalerni var hjá Wathne á Seyðisfirði 1895. Næst í ráðherrabústaðnum í Reykjavík 1906. 3. í Vestmannaeyjum 1908. Hugsast getur, að minna promi- nent persónur hafi komið þarna inn í án þess að það vekti athygli. Háfjallasólir Og Gigtarlampar (ORIGINAL HANNAU) Höfum viff ávallt fyrirliggjandi. Ennfremur allar HJÚKRUNAR — SNYRTI OG HREINLÆTISVÖRUR HOLTS APÓTEK

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.