Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 5

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 5
Ólafur Jensson, læknir: Lœknisfrœðileg erfðafrœði (Erindi, flutt á fundi í Félagi læknanema í marz 1965, dálítið breytt). Það er lofsverð framtakssemi hjá Félagi læknanema að koma í kring kynningu á því efni, sem hér er á dagskrá í kvöld, erfða- fræði og læknisfræði, eða læknis- fræðilegri erfðafræði (á ensku: medical genetics). Ég er viss um, að þetta er mjög tímabært og í raun og veru bráð- nauðsynlegt, þar sem ég þykist vita, að þessum þætti læknisfræð- innar séu ekki gerð miklu betri skil í dag í Læknadeild Háskólans en var á þeim tíma, er ég var í deildinni 1946—1954. Og satt að segja er læknadeild okkar ekki eina háskóladeildin, sem hefur ekki fylgzt með straumi tímans og þeim mjög hröðu framförum, sem orðið hafa á sviði mannlegrar erfðafræði og læknisfræðilegrar erfðafræði sérstaklega, heldur er sú reynsla velflestra lækna, sem jafnframt fást við erfðafræði, að þeir hafa orðið að læra flest af þessum fræðum utan hins kerfis- bundna náms, utan háskóladeilda í læknisfræði. Þessu er öðruvísi farið í há- skóladeildum í búvísindum ýmis- konar, svo sem grasafræði og dýrafræði. Þar hefur erfðafræðin ekki verið neitt olnbogabarn, enda löngum gefið mikinn ábata í sam- bandi við jurta- og dýrakynbætur. Viðfangsefni erfðafræðinnar eru víðtæk og margvísleg og ná til allra lífvera, allt frá veirum, gerl- um og plöntum til dýra og manna. Hún skiptist því í marga flokka eftir því, hvaða viðfangsefni um er fjallað, og einnig eftir því, hvaða aðferð er höfð við erfða- fræðirannsóknir. Erfðafræði manna fæst við ein- staklinga, fjölskyldur, ættir og stundum stærri hópa (populati- ons). Á eftir mun ég reyna að lýsa nokkrum viðfangsefnum og að- ferðum við erfðafræði manna, og þá sérstaklega hinum læknisfræði- lega þætti. En um stund skulum við leiða hugann að nokkrum almennum atriðum þessa máls, þótt ekki verði það langt né ítarlegt mál, enda sagt aðeins til að minna á þau stóru sjónarmið, sem uppi hafa verið í erfðafræði manna frá síð- ustu aldamótum. í byrjun aldarinnar urðu mjög hraðar framfarir í erfðafræði, eft- ir að hollenzki grasafræðingurinn De Vries og fleiri höfðu endur- fundið Mendelslögmálið. Um þetta

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.