Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 30

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 30
30 LÆKNANEMINN Svíþj óðarför Félagi læknanema hefur borizt bréf, dagsett 20. apríl, frá kolleg- um í Umeá í Norður-Svíþjóð. Þeir hafa hug á að stofna til stúdenta- skipta á allnýstárlegum grund- velli. Hugmyndin er að taka á leigu flugvél frá sænsku eða ís- lenzku flugfélagi til að flytja því sem næst jafnstóran hóp lækna- nema hvora leið. Stefnt verður að því að nýta hvert rúm í vélinni til að ná sem hagkvæmustum kjörum. Ef nægileg þátttaka fæst, verður farið í síðari hluta september og dvalið í viku. Æskilegt væri, að þeir íslenzkir stúdentar, sem hyggðu á Svíþjóðarferð, gætu út- vegað einum gesti húsnæði dvalar- tímann. I Svíbjóð yrði tímanum eink- um varið til náms í lyflæknisfræði (fyrirlestrar, klinik, jafnvel sjúkraskrárritun). Einnig bjóða Svíar ferðir um nágrenni Umeá. Allt nánara fyrirkomulag er enn óráðið og verður ekki ákveðið, fyrr en sýnt er, hver áhugi er ríkj- SHÆÆLIií — Læknir, sjáið þér þessa bletti, þeir eru alls staðar! — Mér þykir það leitt, herra minn, en þér eruð með kynsjúk- dóm. — Hamingjunni sé lof. Og ég sem hélt, að þetta væru mislingar! andi meðal læknanema. Óhætt mun þó að gera því skóinn, að einstak- lingskostnaður verði ekki mjög mikill. Hér er um að ræða hentugt tækifæri til að kynnast kennslu- og starfsháttum við góðan lækna- skóla og njóta um leið skemmti- legs ferðalags í samrýmdum hóp. Þeir Umeá-menn telja sig eiga sitt- hvað sameiginlegt íslenzkum læknanemum. Háskóli íslands og Háskólinn í Umeá eru tveir af þremur nyrztu háskólum heims. I Umeá stunda nám 300 læknanem- ar, svo að enginn eðlismunur er á stærð skólanna. Þeir læknanemar, sem láta freistast af þessari snjöllu hug- mynd, eru beðnir að hafa samband við Þórð Harðarson (sími 20567 eða 14262) fyrir 20. júní. Til greina kemur, að tannlæknanem- um gefist kostur á að slást í för- ina, enda mun vera mjög góð tannlæknadeild við Umeáháskóla. (Frá stjórn Félags læknanema) Læknirinn: ,,Góðan daginn, Pét- ur minn. Hvernig er heilsan?11 „Ég er nú alveg að verða frískur, cg það á ég yður að þakka.“ „Segið þér þetta ekki, Pétur minn. Það er ekki ég, heldur Guð, sem hefur gefið yður heilsuna aftur.“ „Jæja, ekki er það verra. Mér kemur það líka betur að eiga við hann um borgunina.“

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.