Læknaneminn - 01.06.1965, Side 16
LÆKNANEMINN
16
veigaminnsta, fyrir því, að ég tel
nauðsynlegt að stofna eins til
tveggja ára stöður fyrir nýbakaða
kandidata, er sú, að það eru hverf-
andi litlir möguleikar hér heima á
framhaldsmenntun fyrir unga
lækna, og engir hér í Reykjavík,
þar sem sjúkrahús eru þó stærst
og bezt búin á landinu. Þeir, sem
vilja afla sér framhaldsmenntunar
á sjúkrahúsum, verða því að fara
utan, annaðhvort strax að loknu
embættisprófi eða þá í síðasta lagi
eftir turnus. Ég er viss um, að það
er versta tímabil á þroskabraut
þeirra, að hrekja þá úr landi svona
unga. Reynslan sýnir líka, að mjög
margir þessara lækna koma ekki
heim aftur. Það er álit mitt, að
þeir mundu fremur ílendast hér að
loknu sérnámi, ef þeir gætu lokið
einhverju af framhaldsnámi sínu
hér heima, strax að prófi loknu,
og kynnzt þannig starfinu hér.
Við eigum að mestu leyti að
geta menntað heimilislækna og
héraðslækna okkar sjálfir, ekki
sízt, þegar sjúkrahúsum fjölgar
og þau stækka. Ef við búum til
stöður, eins til tveggja ára á
skurðlæknisdeildum og lyflæknis-
deilum, þá er það góð byrjun.
Næstu stöður eftir turnus eru
nú (og hefi ég þá Landspítalann í
huga) ein aðstoðarlæknisstaða á
skurðlæknisdeild og ein á lyflækn-
isdeild sem eru ekki ætlaðar sér-
fræðingum. I þessum stöðum eru
nú venjulega læknar, sem ýmist
eru sérfræðingar ellegar hafa
næga menntun til þess að hljóta
sérfræðingsviðurkenningu, en hafa
e. t. v. ekki séð sér hag í að sækja
um hana. Þetta breiða bil milli
embættisprófs og nefndra aðstoð-
arlæknisstaða þurfum við að brúa
með áðurnefndum eins til tveggja
ára stöðum á skurðlæknis- og lyf-
læknisdeildum.
Þess getur heldur ekki orðið
langt að bíða, að stofnaðar verði
augnsjúkdómadeild og háls- nef-
og eyrnasjúkdómadeild við eitt-
hvert sjúkrahúsið í Reykjavík,
enda er það bráðnauðsynlegt, bæði
til þess að læknar viti, hvert þeir
eigi að snúa sér með þessa sjúkl-
inga, þegar mikið liggur við, og
eins er öllum læknum, ekki sízt
héraðslæknum, nauðsynlegt að
hafa kynnt sér nokkuð meðferð
þessara sjúkdóma. Sama er að
segja um barnalækningar og geð-
lækningar, en á því sviði ætti líka
að vera mögulegt fyrir verðandi
héraðslækna að afla sér nokkurrar
þekkingar, ef stöðum væri hagað
öðruvísi en nú er.
Ég er þess fullviss, að við get-
um bætt stórlega framhaldsmennt-
un lækna hér heima, og við byrj-
um bezt á þann hátt að búa til
sjúkrahússtöður handa lækna-
kandidötum þegar að embættis-
jrrófi loknu.
I þessu greinarkorni hefi ég ekki
rætt neitt um kennslu lækna-
stúdentanna, en get ekki stillt mig
um að varpa fram þeirri spurn-
ingu, hvort ekki mundi rétt, að
stúdentar í síðasta hluta væru hjá
heimilislæki svo sem vikutíma til
þess að kynna sér þau vandamál,
t. d. félagsleg, sem fólkið kemur
með til þeirra.