Læknaneminn - 01.06.1965, Side 28
LÆKNANEMINN
eftir í National Gallery, og í stuttu
máli: mér hundleiddist, fór þang-
að ekki aftur. En út um alla borg
eru styttur og líkneski. Það er líka
allt í lagi, þótt einhverjir menn
búi til svoleiðis; en þær eru flest-
allar af kóngum á hestbaki og all-
ar eins, að mér finnst; kóngur ríð-
ur við alvæpni og jórinn með ann-
an framfótinn boginn, stendur í
hinn, og taglið lyft til hálfs. Að
mínum dómi er ekkert af þessu
listaverk. Það má vera íþrótt að
búa svona lagað til, en ekki er list
á bak við, að mér finnst. Ég segi
enn mér finnst, því að í heiminum
eru 3 X109 manneskjur og því
3 X10° listdómarar, og ég ber að
heita má jafna virðingu fyrir þeim
öllum.
Um byggingar í London get ég
aðeins sagt, að þar eru flest íbúð-
arhús yxna, og skrítið þótti mér,
að tala strompanna er oftast marg-
feldi af fjórum, 4, 8, 12, o. s. frv.
Fólkið kunni ég vel við, og hafi
það alltaf þökk fyrir kurteisina.
Ekki vildi ég samt lifa eins og
þetta fólk. Það finnur sér farveg
og flýtur áfram upp þaðan. Deyr
svo bara eftir misjafnlega langt
rennsli í farveginum, og auðvitað
eru Bretar ekki eins og aðrar þjóð-
ir í því efni, þeir deyja úr sínum
eigin sjúkdómi, þ. e. krónískum
bronkítis.
Ekki má svo skilja við London,
að ég nefni ekki eina konu, er ég
kynntist þar. Hún heitir Mary
Miller og er skozk að ætt, 69 ára
að aldri; hefur verið blind í fjórð-
ung aldar. Hafa margir Islending-
ar leigt h já henni herbergi, og hún
hefur tekið miklu ástfóstri við allt,
sem íslenzkt er. Og landar í borg-
inni segja, að betra sé að leita til
hennar með vandamál sín en sendi-
ráðsins. Hvorugt reyndi ég, en
hlýtt var að koma á heimili Mary
Miller.
4. febrúar með lest til Dover.
Enskir hundar eru á svipuðu
menningarstigi og íslenzkir; gelta
að bílum. Það sá ég. Frá Dover til
Ostend í Belgíu með ferju. Síðan
til Mainz í Þýzkalandi. Dvaldist á
heimili þýzkrar stúlku, sem les
læknisfræði. Hún hefur unnið á ís-
landi sem hjúkrunarkona og talar
íslenzku vel; notalegt að komast í
íslenzkan literature. Ég kom í les-
höll háskólans í Mainz og líka í
Bonn. Það var gaman að koma á
slíka staði og fallegt að sjá fólkið
sitja og stúdera í björtum húsa-
kynnum. Ég borðaði líka í mensa
á báðum stöðum og borgaði 1 DM
fyrir. Mér varð með raun hugsað
til leskytranna við háskólann okk-
ar og allra 55-kallanna, sem ég
hafði borgað í mötuneyti Garðs.
Ég fór til Parísar, þessarar
borgar, sem er svo fræg. En ég,
saklaus Islandsmann, veit ekki
eftir vikudvöl, af hverju sú borg
er fræg. Ég labbaði mig inn í
Notre Dame, sem er framúrskar-
andi falleg, og mér þykir vænt um
hana. Þó nægir hún ekki til frægð-
ar borgarinnar ein saman. Ég
minntist þá úr íslenzkum kveðskap
árinnar Signu. En hún er skolp-
græn að lit og ekkert við hana.
Ekki er París fræg að henni; og
undarleg skáld, sem yrkja um
Signu.
Má ég skjóta því hér inn í, að
mér leiddist það mjög á matsölu-
stöðum, hve þjónarnir notuðu
puttana mikið við matinn, — og
oft komnir beint af sorpskóflunni.
— Og líka, að klósettmenning
þeirra Frakka er í engu æðri hinni
fornu flórmenningu íslendinga.
En höldum okkur við efnið. Aft-
ur: til að vera partíhæfur á Is-