Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN þeim hlytist lítill tilkostnaður. Þær gerðu því ekki ráð fyrir mikl- um né róttækum breytingum. Þetta merkir þó ekki, að stúdent- ar séu hægfara eða íhaldssamir í afstöðu sinni. Ég ætla að drepa á nokkur atriði, sem ég tel, að kref j- ist úrlausnar. Flestir munu telja, að starfs- orka mannsins, næmi hans og skilningur eigi hápunkt að baki um þrítugt. Það er því illa farið, ef þriðji tugur mannsævinnar er ekki nýttur til hins ítrasta og með svo heppilegu móti, sem frekast er unnt. Þar sem svo hagar skipu- lagi, að einstaklingurinn ræður ekki tíma sínum sjálfur, hlýtur það að vera krafa hans og þjóð- félagsins í heild, að ráðamenn fari ekki skeytingarlaust með þennan ráðstöfunarrétt. Lækna- deild verður að vera vakin og sof- in í leit að nýjum hugmyndum til umbóta á starfsskipulagi stúdenta. Því fer fjarri, að læknanemar séu ánæsrðir. Við teljum, að of mikl- um tíma sé varið til undirbúnings klinisku námi, en það fari sjálft að nokkru leyti í handaskolum, þar sem kennsla sé of ágripskennd í sumum greinum, en yfirferð náist ekki í öðrum. Álit mitt er, að allri efnafræðikennslu ætti að ljúka í menntaskólunum, a. m. k. í stærð- fræðideild. Leggja ætti niður bók- ina ,,The Tissues of the Body“ og skera niður kennslu í líffærafræði að miklum mun. Með þessu móti mætti stytta fyrsta hluta um helm- ine. í eitt og hálft ár. Það virðist fráleitt að ætla heilt misseri til efnafræðináms eða sama tíma og ætlaður er til sex kliniskra greina: augnsjúkdómafræði, háls-, nef- og eyrnalæknisfræði, húð- og kyn- siúkdómafræði, geðlæknisfræði, röntvenlæknisfræði og barnalækn- isfræði. Deila má um, hvernig nýta megi hin þrjú misseri, sem vinna má með þessu móti. Ætti að skera læknanám niður, sem því svarar, eða ætti t. d. að bæta einu til tveimur misserum við síðasta hluta? E. t. v. mætti nota hluta tímans í fleiri námskeið, sem þyrftu þá að vera mun betur skipulögð en nú er. Auk þess, sem stytta þyrfti námstímann, er mikil nauðsyn að nýta hann betur. Kennsla ætti að vera frá klukkan 8—12 fyrir hádegi að minnsta kosti fimm daga vikunnar í öllum hlutum, og taka ætti upp kennslu all- an maí og að minnsta kosti tvær vikur af janúar og september. Það horfir til stórvandræða, að ekki næst yfirferð í ýmsum mikilvæg- um námsgreinum, og mætti á þennan hátt ráða nokkra bót á því. Árgangakennslu þarf að koma á sem fyrst í ýmsum greinum, eink- um líffærafræði, lífeðlisfræði, líf- efnafræði og meinafræði. í þessum greinum og kannski fleirum nýtist tími stúdenta alltof illa í upphafi. Þegar rætt er um styttingu námstíma, er freistandi að minn- ast á undirbúning háskólanáms. Stúdentsprófi þyrftu menn að ljúka 18 ára. Til þess að gera það kleift yrði mönnum að gefast kost- ur á fjölbreyttara vali námsgreina en nú tíðkast þegar á fyrsta ári menntaskólanáms. Ætti þá ekk- ert að vera því til fyrirstöðu, að nemendur væru tækir í deildina svo ungir, enda hefðu beir einkum lagt stund á þau fræði, sem helzt mega að gagni koma sem undir- búningur læknanáms. Á ég þar við náttúrufræði og tvö eða þrjú er- lend tungumál. Góðar kennslubækur eru nauð- synlegar til árangursríks lækna- náms. Ekki er skynsamlegt að nota svo langar bækur, að nem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.