Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 23
LÆKNANEMINN anisk kemi eftir Biilmann. Jafn- framt var hætt að gefa bók Biil- manns út. I formála fyrir hinni nýju bók sinni segir Hakon Lund m. a.: „Denne lærebog er blevet til pá grund af den omlægning, der nu gennemfores for det lægeviden- skabelige studium. Fra lægevidenskabelig side har man stillet krav om rationaliser- ing ogsá af kemiundervisningen, idet man har onsket en ind- skrænkning af det rent beskri- vende stof samtidig med, at de almen kemiske love bliver uddybet. Den betydelige forskel i forud- sætninger hvormed matematiske og sproglige studenter moder ved universitetsundervisningens be- gyndelse, soges formindsket ved, at der indfores en elementær kemi- og fysikundervisning for sproglige i det forste semester* Bogen er derfor anlagt sáledes, at de studerende forudsættes at have elmentœre fysiske og kemiske kundskaber, der nogenlunde svarer til matematisk artium.*“ Þegar ég hóf kennslu við lækna- deild, hafði fyrrgreind bók eftir Hakon Lund verið kennd við deild- ina í nokkur ár ásamt Lærebog i organisk kemi eftir Biilmann. Engri undirbúningskennslu í eðlis- og efnafræði fyrir máladeildar- og Verzlunarskólastúdenta hafði ver- ið komið á fót, og voru ekki horf- ur á, að það yrði gert á næstunni. Stúdentum þessum var samt ætlað að nota kennslubók, sem miðuð var við stærðfræðideildarkunnáttu í eðlis- og efnafræði. Kom og í Ijós, að þeir áttu yfirleitt mjög erfitt með að tileinka sér náms- efnið. Mér datt í hug, að leysa mætti 23 þennan vanda að nokkru með því að finna kennslubók, sem fjallaði um svipað efni og bók Lunds, en væri skrifuð fyrir nemendur með litla kunnáttu í eðlis- og efna- fræði. Skoðaði ég fjölda kennslu- bóka og valdi að lokum Chemistry eftir Sienko & Plane. Er bók þessi töluvert lengri en bók Lunds. Stafar það af því, að fjallað er um mörg atriði, sem Lund gerir ráð fyrir, að nemendur viti þegar, auk þess sem efninu er ekki þjappað nærri því eins mikið saman. Er Chemistry miklu auðlesnari en bók Lunds. Sem kennslubók í lífrænni efna- fræði valdi ég Basic Organic Chemistry eftir Fieser og Fieser. Bók þessi hefur fleiri og betri myndir, og fleira mætti telja. Að mínum dómi hafa hinar nýju bækur yfirleitt reynzt vel. Mér finnst námsárangur vera betri, síðan þær voru teknar upp. — Hvernig vildir þú helzt sam- ræma kennslu stúdenta með mis- jafna þekkingu í þessari grein? — 1 læknadeild Háskóla íslands innritast, eins og kunnugt er, jöfnum höndum stúdentar úr stærðfræðideild og máladeildum menntaskólanna og úr Verzlunar- skóla Islands. Stúdentar þessir hafa lært mjög misjafnlega mikið í stærðfræði, eðlisfræði og efna- fræði. Skapar þetta mörg vanda- mál við efnafræðikennsluna í læknadeild. I Noregi og Svíþjóð er krafizt stúdentsprófs úr stærðfræði- og náttúrufræðideildum menntaskól- anna til inngöngu í læknadeild. I Danmörku veita háskólarnir mála- deildarstúdentum sérstaka undir- búningskennslu í stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði, og ljúka þeir prófi í þessum greinum, áður en þeir hefja hið eiginlega efna- * Leturbr. Læknanemans.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.