Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Síða 34

Læknaneminn - 01.06.1965, Síða 34
LÆKNANEMINN SJ, Fœðingadeild Landspítalans Borgina værðin sig vefur, velflestir komnir í rúmið. Borgarinn sætt nú sefur, sígur á miðnæturhúmið. Uppljómuð, ógnum slungin, ein stendur bygging grá. Oftlega angist þrungin óp berast henni frá. Kvennanna kvalasetur kalla má þetta hús. Auðargná engin getur inn þangað komið fús. Flekaðar fyrst af mönnum forvitnar meyjar og blíðar nú koma nauðandi í hrönnum níu mánuðum síðar. Glymja um alla ganga geigvænleg kvalahljóð. Liður svo nóttin langa, legvatnið streymir og blóð. Húsbóndinn heitir Pétur. Um hann snúast allir í kring. Af list hann og lagni getur lagt á Kielland með sving. Hann Laugi er læknir slyngur, er lýsa ég bezt tel svo: Hann leikur við hvern sinn fingur, en heldur þó mest upp á tvo. í tengur er klókur að kippa kirurginn Hannessonur. Stendur hann oft við að strippa stórar og feitar konur. Litaða linu hann þræðir, lífið svo dásamlegt finnur. Hjaltalín hér um ræðir. Hann elska flestar kvinnur. Er kvenmannslaus kúri eg und feldi, kyrja ég ariu snjall, og dreymir á hverju kveldi um krúttið Maríu Hall. Að líkna og leggja á hendur líðandi konur og bomm fremst allra í flokki stendur svo fögur hún Kidda mín Tomm. Skutfagrar ljósmæður skálma í skyndi um hússins ganga. Um framsettar vambir fálma með fallegan roða á vanga. Iðka þær oft sér til dundurs, svo iturfagrar á velli, með fisléttum þrýstingi á fundus að fýra út börnum í hvelli. Á fjögur nú fylkingin æðir með ferlegum pilsaþyt. Þar fjölbyrja liggur og fæðir svo fljótt, að þær standa bit. Einn stúdent við vaskinn stendur með stóran og gljáandi skalla, og hreinsar í ofboði hendur. Ég held að hann nái því varla að höndla þann hrínandi krakka, sem heimsins birtu er að líta, og fýrinn má fyrir þakka, ef fær hann um strenginn að hnýta. Á baðinu er útvíkkun búin, byrjuð að rembast er kvinnan. Hvert er nú kandídat flúinn ? Hvergi tekst neinum að finn ’ann. P. Á.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.