Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 8

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 8
8 LÆKNANEMINN gerða verður sér grein fyrir. Það er líkast þeirri kennd, sem gerir vart við sig, þegar maður heyrir á tal tvegga sérfræðinga í rafeinda- heilareikningi og verður hugsað til litlu margföldunartöflunnar, sem á sínum tíma átti að gera manni kleift að glíma við vandamál fram- tíðarinnar. Rétt er í þessu sam- bandi að geta þess, að talnafræð- in kemur mjög við sögu í erfða- fræðirannsóknum og er fyrir löngu sérsvið innan þeirra (statistical genetics). Eru rafeindaheilar þeg- ar mjög virkir á því sviði, eins og geta má nærri. Við íslendingar höfum verið miklir ættfræðingar allt fram á síðustu tíma. Með hliðsjón af því, að ættfræðin er kölluð hornsteinn mannlegrar erfðafræði, ættum við að standa þar sérstaklega vel að vígi. Víkjum nú talinu nánar að höfuðþáttum læknisfræðilegrar erfðafræði. Þeim er skipt í þrjá aðalflokka: 1) Litningarannsóknir (cytogen- etics). 2) Lífefnafræðilegar erfðarann- sóknir (biochemical genetics). 3) Talnafræðilegar erfðarann- sóknir (statistical genetics). Litningarannsóknirnar eru yngsti flokkur ofantaldra erfða- rannsókna. Eftir að tókst að rækta frumur í tilraunaglösum, eins og áður var að vikið, er unnt að búa til litningasýni fyrir venju- lega smásjárskoðun. Oftast eru notaðar líkamsfrumur frá blóði, merg eða húð í slík sýnishorn. Með þessari tækni hefur tekizt að á- kvarða réttan litningafjölda hjá mönnum og greina frávik frá hon- um. Hin mismunandi stærð og lög- un litninganna gerir mögulegt að flokka þá, tölusetja og bera kennsl á þá flesta. En þessi smásjárrann- sókn á litningunum hefur sínar takmarkanir. Vegna þess, hve litlir litningar mannanna eru, tekst ekki með venjulegri smásjá að bera kennsl á breytingar, sem verða á þeim, nema breytingin sé kringum 10% af stærð litningsins eða meiri. Einn meinafræðingur líkti þessu við að athugandinn gæti ekkert séð óeðlilegt við mann, nema af honum væri höfuð og háls, eða hálfur eða allur útlimur. Þrátt fyrir þessar takmarkanir hefur þessi rannsóknaraðferð skilað mjög dýrmætum árangri og varp- að ljósi á fjöldann allan af sjúk- legum fyrirbrigðum, sem eru af- leiðing af óeðlilegum litningum. Mun ég á eftir fjalla nánar um þetta með skýringarmyndum. Annar flokkur eru lífefnafræði- legar erfðarannsóknir. Faðir þessa sérsviðs er Sir A. Garrod, en hann hélt sína sögufrægu fyrirlestra um arfgenga galla á efnaskiptum (inborn errors of metabolism) árið 1908. Nú orðið þykir sjálfsagt að staðhæfa það og undirstrika, að erfðafræði sé lífefnafræði, þegar kemur að því að brjóta erfðafræði- legt fyrirbrigði til mergjar. Mun ég á eftir undirstrika þennan sannleika með skýringarmyndum. Síðustu stórviðburðir í erfða- vísindunum færa okkur líka ræki- lega heim sanninn um þetta. Án þess að ræða það sérstaklega, minni ég á rannsóknir Watson Crick og Walker í Cambridge og mynd þá, sem kölluð er Watson- Crick modelið, myndina af sam- eindaskipun litninganna. Menn tala nú um og vinna að því að lesa sjálfan erfðalykilinn, og orðin í þeim lykli eru lífefnasameindir. Hinn þriðji flokkur læknisfræði- legra erfðarannsókna, talnafræði- legar og kliniskar erfðafræði-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.