Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 19

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 19
LÆKNANEMINN 19 i^órður HarðarsoBi,, stud. med. I Læknanemanum, 2. tbl. 16. árg., birtust tillögur stúdenta um bætta námstilhögun. Þær voru sendar læknadeild, sem skipaði nefnd til að eiga viðræður við full- trúa læknanema á grundvelli til- lagnanna. I nefndinni áttu sæti prófessor Davíð Davíðsson og yfir- læknarnir dr. Friðrik Einarsson, dr. Ólafur Bjamason og Theodór Skúlason. Tveir fundir voru haldn- ir, en ekki teknar ákvarðanir nema um nokkur smáatriði og sam- þykkt, að næsta skref skyldi vera viðræður prófessora (annaðhvort einstakra eða í nefnd) við fulltrúa stúdenta. Læknanemar fóru fyrst fram á við fyrrv. deildarforseta, að hann gengist fyrir nefndarskipun af hálfu prófessora. Hann féllst á það, en af óskýranlegum ástæðum lenti það í undandrætti mánuðum saman. Næst gerðist það, að und- irritaður sendi læknadeild bréf í febrúar s.l. fyrir hönd kennslu- málanefndar Félags læknanema og fór fram á viðræður. Ekkert form- legt svar hefur enn borizt við því bréfi. Það kemur því spánskt fyrir prófinu, horfir málið öðruvísi við. Þroskuð dómgreind og traust mat stúdentsins er það, sem leggja ber höfuðáherzlu á. Held ég að við ætt- um að taka upp svipað fyrirkomu- lag prófa og tíðkast við bandaríska læknaskóla, þ. e. skrifleg skyndi- próf, þar sem efnið er tekið á víð og dreif úr hinum ýmsum náms- greinum. Yrði það án efa mikil framför frá þeirri happa- og glapaaðferð, sem nú ríkir. Það er von mín og vissa, að kennsla í læknisfræði við Háskóla sjónir, er einn prófessor kemst svo að orði í síðasta tölublaði Lækna- nemans: „Þá þarf að koma nefnd frá stúdentum með sínar tillögur, en nefnd kennara mun þegar vera til. Þessi mál hafa legið í láginni nú um tíma en verða fljótar tekin upp, ef þið stúdentar eigið frum- kvæðið, og það skuluð þið gera sem skjótast. Eins og nú standa sakir, held ég, að Félag lækna- nema ætti að fara þess á leit bréf- lega við læknadeild, að hún taki upp þessi mál.“ Sannleikurinn er sá, að nefnd stúdenta er til, en nefnd kennara hefur lýst því yfir, að hlutverki hennar sé lokið, og stúdentar hafa einmitt sent bréf með umræddri málaleitun. I sömu grein er látin í ljós sú skoðun, að endurskipuleggja þurfi námið frá rótum, en jafnframt virðist svo að skilja, að málið verði ekki borið upp í deildinni nema að frum- kvæði Félags læknanema. Það væri fróðlegt að vita, hvort allir prófessorar eru sammála um þessa afstöðu. Tillögur stúdenta, sem getið er í upphafi, voru miðaðar við, að af Islands eigi eftir að taka út mik- inn þroska á næstu árum. Raun- vísindin hafa einhverra hluta vegna átt mjög bágt í þessari ágætu stofnun, og er það undar- legt, þegar þess er gætt, að störf íslenzkra raunvísindamanna, eink- um á sviði náttúrufræði, hafa vak- ið athygli um víða veröld, en yfir- leitt hafa menn þessir verið í litl- um eða engum tengslum við Há- skólann. En hver veit nema Eyjólfur hressist.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.