Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 24

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 24
LÆKNANEMINN n fræðinám við læknadeild. Eru þeir að jafnaði 1—2 misserum lengur með læknisfræðinámið en stærð- fræðideildarstúdentar. Auðsætt er, að í framtíðinni verðum við annaðhvort að kref jast stærðfræðideildarprófs til inn- göngu í læknadeild eða koma á fót sérstöku undirbúningsnámskeiði fyrir máladeildarmenn. Þar sem töluverður hluti (sem þó virðist fara minnkandi) innritaðra stúd- enta í læknadeild hefur á undan- förnum árum verið úr máladeild, legg ég til, að síðari kosturinn verði valinn fyrst um sinn. Hins vegar verði stefnt að því að krefj- ast stúdentsprófs úr stærðfræði- deild og ef til vill úr náttúru- fræðideild, ef hún kemst á fót, til inngöngu í læknadeild. — Fyndist þér nokkuð því til fyrirstöðu að krefjast aukinnar efnafræðiþekkingar stúdenta, sem innritast í læknisfræði, svo að losna mætti t. d. við að kenna al- menna og að mestu leyti ólífræna efnafræði í deildinni ? Ætti þá t. d. að takmarka inngöngu í deildina við stærðfræðideildarstúdenta, þannig að menntaskólanemar yrðu að ákveða sérnám sitt fyrr en nú er? — Þar sem læknadeild ákveður ekki námsefni menntaskólanna, er sem stendur aðeins ein leið til að krefjast aukinnar efnafræðiþekk- ingar stúdenta, þ. e. að takmarka inngöngu í deildina við stærð- fræðideildarstúdenta. Ég leyfi mér því að breyta spurningunni og orða hana þannig: Mætti losna við að kenna almenna og að mestu leyti ólífræna efnafræði í deildinni með því að takmarka inngöngu í deildina við stærðfræðideildar- stúdenta ? Svar mitt við þessari spurn- ingu er nei. Mun ég nú leitast við að rökstyðja það. Það er ekkert leyndarmál, að efnafræðikennsla við stærðfræði- deildir íslenzka menntaskóla stendur á lægra stigi en samsvar- andi kennsla á hinum Norðurlönd- unum. Stafar það fyrst og fremst af því, að verkleg efnafræði- kennsla er hér miklu minni. Nú kom fram í svari mínu við síðustu spurningu, að nemendur við læknadeildir háskólanna í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð hafa stærðfræðideildarundirbúning í efnafræði. Samt er lcennd almenn og óltfrœn efnafræöi við lœlcna- deildir háskólanna í þessum lönd- um. Bendir þetta til þess, að eigi muni veita af að gera hið sama hér, þó að innganga í deildina yrði takmörkuð við stærðfræðideildar- stúdenta. Ég er líka vel kunnugur náms- efni í efnafræði við læknadeildir háskóla í Bandaríkjunum. í al- mennri og ólífrænni efnafræði er námsefnið miklu meira þar en við stærðfræðideildir íslenzkra menntaskóla og raunar töluvert meira en við læknadeild Háskóla íslands. — Hvað viltu segja að lokum ? — Ég vil leggja áherzlu á fyrri tillögur mínar um, að hið bráðasta verði komið á fót sérstöku undir- búningsnámskeiði fyrir mála- deildarmenn, þar sem þeim væri kennd eðlisfræði og efnafræði og helzt einnig stærðfræði. Þá tel ég tímabært að athugun fari fram á því, hvort ekki sé ráð- legt að hef ja kennslu í medicinskri fysik við læknadeild, líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Kennslu þessari við læknadeild Há- skólans í Lundi er m. a. lýst á eft- irfarandi hátt:

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.