Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 24
LÆKNANEMINN n fræðinám við læknadeild. Eru þeir að jafnaði 1—2 misserum lengur með læknisfræðinámið en stærð- fræðideildarstúdentar. Auðsætt er, að í framtíðinni verðum við annaðhvort að kref jast stærðfræðideildarprófs til inn- göngu í læknadeild eða koma á fót sérstöku undirbúningsnámskeiði fyrir máladeildarmenn. Þar sem töluverður hluti (sem þó virðist fara minnkandi) innritaðra stúd- enta í læknadeild hefur á undan- förnum árum verið úr máladeild, legg ég til, að síðari kosturinn verði valinn fyrst um sinn. Hins vegar verði stefnt að því að krefj- ast stúdentsprófs úr stærðfræði- deild og ef til vill úr náttúru- fræðideild, ef hún kemst á fót, til inngöngu í læknadeild. — Fyndist þér nokkuð því til fyrirstöðu að krefjast aukinnar efnafræðiþekkingar stúdenta, sem innritast í læknisfræði, svo að losna mætti t. d. við að kenna al- menna og að mestu leyti ólífræna efnafræði í deildinni ? Ætti þá t. d. að takmarka inngöngu í deildina við stærðfræðideildarstúdenta, þannig að menntaskólanemar yrðu að ákveða sérnám sitt fyrr en nú er? — Þar sem læknadeild ákveður ekki námsefni menntaskólanna, er sem stendur aðeins ein leið til að krefjast aukinnar efnafræðiþekk- ingar stúdenta, þ. e. að takmarka inngöngu í deildina við stærð- fræðideildarstúdenta. Ég leyfi mér því að breyta spurningunni og orða hana þannig: Mætti losna við að kenna almenna og að mestu leyti ólífræna efnafræði í deildinni með því að takmarka inngöngu í deildina við stærðfræðideildar- stúdenta ? Svar mitt við þessari spurn- ingu er nei. Mun ég nú leitast við að rökstyðja það. Það er ekkert leyndarmál, að efnafræðikennsla við stærðfræði- deildir íslenzka menntaskóla stendur á lægra stigi en samsvar- andi kennsla á hinum Norðurlönd- unum. Stafar það fyrst og fremst af því, að verkleg efnafræði- kennsla er hér miklu minni. Nú kom fram í svari mínu við síðustu spurningu, að nemendur við læknadeildir háskólanna í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð hafa stærðfræðideildarundirbúning í efnafræði. Samt er lcennd almenn og óltfrœn efnafræöi við lœlcna- deildir háskólanna í þessum lönd- um. Bendir þetta til þess, að eigi muni veita af að gera hið sama hér, þó að innganga í deildina yrði takmörkuð við stærðfræðideildar- stúdenta. Ég er líka vel kunnugur náms- efni í efnafræði við læknadeildir háskóla í Bandaríkjunum. í al- mennri og ólífrænni efnafræði er námsefnið miklu meira þar en við stærðfræðideildir íslenzkra menntaskóla og raunar töluvert meira en við læknadeild Háskóla íslands. — Hvað viltu segja að lokum ? — Ég vil leggja áherzlu á fyrri tillögur mínar um, að hið bráðasta verði komið á fót sérstöku undir- búningsnámskeiði fyrir mála- deildarmenn, þar sem þeim væri kennd eðlisfræði og efnafræði og helzt einnig stærðfræði. Þá tel ég tímabært að athugun fari fram á því, hvort ekki sé ráð- legt að hef ja kennslu í medicinskri fysik við læknadeild, líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Kennslu þessari við læknadeild Há- skólans í Lundi er m. a. lýst á eft- irfarandi hátt:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.