Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Page 25

Læknaneminn - 01.06.1965, Page 25
LÆKNANEMINN 25 Valgarður Egilsson, stud, med.: Hugleiðingar í heimsborgum Fyrstu sjö vikur þessa árs var ég erlendis; sá þá og heyrði og hugsaði ýmislegt, að sjálfsögðu flest óvert frásagnar, þó e. t. v. ekki allt. Því taldi ég rétt að birta þessa punkta, auk þess sem pappír er ekki dýr á fslandi. Gegnum stúdentaskiptaþjón- ustu I.F.M.S.A. hafði ég fengið loforð fyrir dvöl á lyflæknisdeild á sjúkrahúsi í London 3.—30. janúar, 1965. Flaug 2. janúar til Glasgow, 3. til London. Dvaldist þar síðan út mánuðinn samkvæmt áætlun. Sjúkrahúsið, sem ég dvalist á, heitir St. Alfege’s Hospital. Það er í Greenwich, tuttugu mínútna akstur með lest frá mið-London til austurs. Mér þótti nafnið á hverf- inu gott; þegar ég á barnsárum mínum hóf nám í landafræði, sá ég oft þetta nafn og undraðist þá; taldi þetta afbökun úr nafni Grenivíkur, hvar ég er borinn; skildi ég ekki þá, hví svo ófrægt nafn var á bækur ritað. En um Greenwich liggur núllbaugurinn, sem skiptir jörðu vorri í tvennt. Ég vissi aldrei, hvar það fræga observatorium var, hvort það var austar en sjúkrahúsið eða vestar, þ. e. hvort ég var staddur á aust- ur- eða vesturhvelinu. Og sá mögu- leiki var enn, að maður væri, eins og jörðin, tvískiptur; má það vera líklegast. Sjúkrahúsið er ekki kennslu- stofnun; skiptistúdentar komast hvergi að á slíkum stofnunum. Byggingin er gömul, það elzta hátt í tvö hundruð ára, minnir mig; síðan hefur verið bætt við húsið á tíu ára fresti; það er nú orðið all- stórt með þessu móti, en jafnframt hið mesta völundarhús að rata í. ,,Den stora och váxande betyd- else, som kunskaper i fysikens lagar och tankegángar har vid deras tillámpning i biologiska och medicinska sammanhang och för förstáelsen av olika av lákaren anvánda apparaturer, utgör bak- grunden till kursen i medicinsk fysik. Undervisningen avser dár- för att ge en utbyggnad av real- gymnasiets fysikkurs pá sádana omráden, som spela en framtrád- ande roll inom medicinen och medicinsk mátteknik (t. ex. hydro- dynamik, elektronik, röntgenfysik etc.).“ Að lokum þakka ég ritstjóra Læknanemans fyrir að hafa gefið mér tilefni til að láta í ljós álit mitt á ýmsum þáttum efnafræði- kennslunnar. Vona ég, að umræð- um um kennsluna í læknadeild verði haldið áfram. Stuðla slíkar umræður að því, að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á kennsl- unni.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.