Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 15

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 15
LÆKNANEMINN 15 Friðrik Einarsson, dr. med.: Framlia Idsmenn tun lœkna Ég hefi lagt til við sjúkrahús- nefnd Reykjavíkurborgar, að ekki verði hafðir neinir tumus-kandi- datar á skurðlæknisdeild Borgar- sjúkrahússins, en í þeirra stað læknakandidatar, sem ráðnir verði til eins árs með möguleika á fram- lengingu í enn eitt ár. Ég veit ekki, hvort 1 + 1 ár er endilega rétt tímalengd. Það atriði mætti ræða. Þessi nýskipan á læknastöðum við stóran spítala varðar að sjálf- sögðu læknastúdenta mikið. Ég vil því leyfa mér að biðja „Lækna- nemann“ fyrir línur þessar, og skal ég mi rökstyðja mál mitt. Ég vil láta leggja turnus-árið niður. Á námsárunum eru stúdent- arnir á námskeiðum í 12 og % mánuð, og vegna skorts á lækna- kandidötum undanfarin ár munu langflestir stúdentanna hafa verið ráðnir staðgenglar kandidata um nokkurt skeið, stundum allan námstíma sinn á viðkomandi deild- um. Þeir hafa því vissulega fengið sinn ,,turnus“, og ég álít enga ástæðu til að bjóða þeim aftur inn á þessar sömu deildir til að gera sama verkið fyrir sama kaup enn í 4—5 mánuði. Þá ber og þess að geta, að nú er starfsemin á skurð- læknisdeildum miklu meiri heldur en, þegar turnus-árinu var komið á hér. Afleiðingin hefir orðið sú meðal annars, að treyst er mjög á aðstoð stúdentanna við skurðað- gerðir, og þeir fá því miklu meiri æfingu á námsárunum heldur en áður var, og er því vel farið. Það hafa verið tímabil, einkum í sum- arleyfum, þar sem starfsemi skurðlæknisdeilda hefði gengið hægar, ef stúdentar hefðu ekki ver- ið til taks til að aðstoða. Og má nærri geta, að það eykur stúdent- unum þroska, að vera þannig með í starfinu. Að minni hyggju hafa sjúkra- húsin ekki nægilega mikið gagn af turnus-kandidötunum vegna þess, hve stuttan tíma þeir eru á hverri deild. Á þessum tíma starfsferils- ins, meðan reynslan er af skornum skammti, þarf lengri tíma til að aðlagast sjúkrahúsdeild og kynn- ast starfsháttum hennar heldur en, þegar læknarnir hafa öðlazt meiri reynslu og æfingu. Ég trúi ekki ungum lækni fyrir sjálfstæðri skurðaðgerð fyrstu 2—3 mánuð- ina, sem hann er á deildinni, nema þá ef vera skyldi að nema burtu atherom og sauma smáskeinu, en alls ekki t. d. að hreinsa leg eftir fósturlát. Afleiðingin verður sú, að kandidatarnir læra ekki ýmsar nauðsynlegar, en oft á tíðum auð- lærðar aðgerðir hjá okkur. Þegar komið er að því, að hægt er að fara að trúa þeim fyrir einhverjum sjálfstæðum aðgerðum, þá er hinn stutti tími liðinn og kandidatarnir á förum. Enn ein ástæðan, og ekki sú

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.