Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 16
LÆKNANEMINN 16 veigaminnsta, fyrir því, að ég tel nauðsynlegt að stofna eins til tveggja ára stöður fyrir nýbakaða kandidata, er sú, að það eru hverf- andi litlir möguleikar hér heima á framhaldsmenntun fyrir unga lækna, og engir hér í Reykjavík, þar sem sjúkrahús eru þó stærst og bezt búin á landinu. Þeir, sem vilja afla sér framhaldsmenntunar á sjúkrahúsum, verða því að fara utan, annaðhvort strax að loknu embættisprófi eða þá í síðasta lagi eftir turnus. Ég er viss um, að það er versta tímabil á þroskabraut þeirra, að hrekja þá úr landi svona unga. Reynslan sýnir líka, að mjög margir þessara lækna koma ekki heim aftur. Það er álit mitt, að þeir mundu fremur ílendast hér að loknu sérnámi, ef þeir gætu lokið einhverju af framhaldsnámi sínu hér heima, strax að prófi loknu, og kynnzt þannig starfinu hér. Við eigum að mestu leyti að geta menntað heimilislækna og héraðslækna okkar sjálfir, ekki sízt, þegar sjúkrahúsum fjölgar og þau stækka. Ef við búum til stöður, eins til tveggja ára á skurðlæknisdeildum og lyflæknis- deilum, þá er það góð byrjun. Næstu stöður eftir turnus eru nú (og hefi ég þá Landspítalann í huga) ein aðstoðarlæknisstaða á skurðlæknisdeild og ein á lyflækn- isdeild sem eru ekki ætlaðar sér- fræðingum. I þessum stöðum eru nú venjulega læknar, sem ýmist eru sérfræðingar ellegar hafa næga menntun til þess að hljóta sérfræðingsviðurkenningu, en hafa e. t. v. ekki séð sér hag í að sækja um hana. Þetta breiða bil milli embættisprófs og nefndra aðstoð- arlæknisstaða þurfum við að brúa með áðurnefndum eins til tveggja ára stöðum á skurðlæknis- og lyf- læknisdeildum. Þess getur heldur ekki orðið langt að bíða, að stofnaðar verði augnsjúkdómadeild og háls- nef- og eyrnasjúkdómadeild við eitt- hvert sjúkrahúsið í Reykjavík, enda er það bráðnauðsynlegt, bæði til þess að læknar viti, hvert þeir eigi að snúa sér með þessa sjúkl- inga, þegar mikið liggur við, og eins er öllum læknum, ekki sízt héraðslæknum, nauðsynlegt að hafa kynnt sér nokkuð meðferð þessara sjúkdóma. Sama er að segja um barnalækningar og geð- lækningar, en á því sviði ætti líka að vera mögulegt fyrir verðandi héraðslækna að afla sér nokkurrar þekkingar, ef stöðum væri hagað öðruvísi en nú er. Ég er þess fullviss, að við get- um bætt stórlega framhaldsmennt- un lækna hér heima, og við byrj- um bezt á þann hátt að búa til sjúkrahússtöður handa lækna- kandidötum þegar að embættis- jrrófi loknu. I þessu greinarkorni hefi ég ekki rætt neitt um kennslu lækna- stúdentanna, en get ekki stillt mig um að varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki mundi rétt, að stúdentar í síðasta hluta væru hjá heimilislæki svo sem vikutíma til þess að kynna sér þau vandamál, t. d. félagsleg, sem fólkið kemur með til þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.