Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 37
LÆKNANEMINN 31 hjartað. Þetta hefur takmarkað hjartarannsóknirnar við mitral- svæðið. Eins og áður segir, er hljóðgjaf- inn sérstök kristalplata, sem gef- ur frá sér úthljóðbylgjur, þegar rafstraum er hleypt á hana. Væri notaður venjulegur hljóðgjafi í sjúkdómsgreiningatækið, t. d. ein- hvers konar flauta, er auðséð, hve óþægilegt væri að starfa með það vegna hávaðans. I öðru lagi er dreifing hljóðsins frá úthljóðgjafa allt önnur en fyrir tíðni innan líf- eðlisfræðilegra marka. Fyrir venjulegt hljóð er öldufronturinn kúlulaga strax frá hljóðgjafanum, þ. e. dreifingin er strax mikil. Fyrir bragðið er miklu erfiðara að miða á ákveðinn hlut, t. d. æxli, og fá gott endurkast til baka. Út- hljóðbylgjur hæfa betur, því að bylgjufronturinn við svo háa tíðni er öðruvísi, fyrst sívalningur og svo kúlulaga. Byggist það á lög- un hljóðgjafans sem er plata. Lengd sívalningsins er í beinu hlutfalli við radíus2 kristalplöt- unnar og tíðnina /, þ. e. 1 os / X rz, og með því að velja hvort tveggja hæfilegt, eins og gert er í tækinu, getum við fengið nægilega langan sívalning til að beina á hvaða hluta líkamans sem er. Gállar og kostir. Þótt úthljóðbylgjurnar séu mjög orkulitlar, þá myndast varmi í vefnum, sé styrkleikinn nægilega mikill, og jafnvel holmyndun (ef tíðnin er lækkuð um leið). Sam- kvæmt tilraunum er engin hitun- arhætta, sé unnið við hljóðstyrk- leika undir 1 watt raforku á cm2 af kristalyfirborði. Þar að auki er skotið aðeins 1% af tímanum, 99% af tímanum er „hlustað". (Þetta er ekki einhlítt, sbr. t. d. cardiologiuna). Holmyndun er að- eins fjarlægur möguleiki, þegar unnið er með tíðni á bilinu 1—15 millj. sveiflur/sek. 1 úthljóðbylgjugreiningunni er hljóðstyrkleikinn að jafnaði 1—40 milliwött/cm2, þ. e. innan hættu- marka. Þetta er lítill styrkleiki og gerir miklar kröfur til tækja, sem „magna“ endurkastið. Kostirnir eru hins vegar yfir- gnæfandi, en svo að stærstu atrið- in séu tekin, m. a. hvað varðar samanburð við röntgenmynda- töku, sést: 1) Að útbylgjur greina betur milli hluta af mismunandi þétt- leika, t. d. vökva og mjúkvefs, eins og er dæma skal um vökva í gollurhúsholi. 2) Að útbylgjur eru skaðlausar innan ákveðinna marka eins og raunar röntgengeislar, sem eru þó miklu hættulegri. 3) Að tækið er meðfærilegt, og tekur notkun u. þ. b. 20 mín. 4) Að litlar skemmdir, eins og t. d. skorpuskemmdir í lifur, koma betur fram, ef öldu- lengdin, sem notuð er í hljóð- bylgjunum, er af svipaðri stærðargráðu og skemmdin. Þetta gildir um öldulengd út- hljóðbylgna. Útbylgjutœki. Línusjá (A-scop) var það tækið, sem fyrst þróaðist, og er sú gerð í almennri notkun á taugadeild- um, bergmálsheilarit (echoence- phalograph). Kristalkannanum (hausnum) er haldið þétt upp við svörð, og er olía eða vatn haft í milli, til að betra samband náist (loft hefur lágt viðnám). Mynd 3 sýnir línusjána í notkun í berg- málsheilaritun. Sendir kann- inn hljóðbylgjur inn í líkamann með vissu millibili. Þess á milli (99% af tímanum) hlustar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.