Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 62
52 LÆKNANEMINN Er það gert vegna þess, að jónirn- ar safnast fyrir í líkama sjúklings- ins milli meðferða og því æskilegt að fjarlægja nokkurt magn þeirra í hverri dialysu. I stað bíkarbónats nota ýmsir acetat eða laktat, sem auðleystari eru en bíkarbónat, en brotna niður í koldíoxíð og vatn við bruna. EQutverk glukosunnar er fyrst og fremst að auka osmo- laritet vökvans eða bæta upp það magn - sameind fyrir sameind - hinna f jölmörgn uppleystu heima- efna blóðs, sem ekki hefur verið bætt í skolvökvann. Ef þetta væri eigi gert mundi osmotískur þrýst- ingsmismunur valda því, að vatn bærist frá skolvökva til blóðs. Oft er vatni ofaukið í líkaman- um og því æskilegt að fjarlægja visst vatnsmagn við dialysu. Af ofansögðu er ljóst að framkvæma má slíkt með því að auka enn osmolaritet skolvökvans, til dæm- is með glukosu. Þetta er oft gert við peritoneal dialysu. Við hæmo- dialysu er vatn fjarlægt á einfald- ari hátt með svokallaðri ultra- filtration. Sé framkallaður hydro- statískur þrýstingsmismunur milli blóðs og skolvökva, síast vatn gegnum himnuna undan þrýstings- hallanum. Með því að auka þrýst- ing í blóði eða minnka þrýsting í skolvökva má þannig fjarlægja vatn úr líkamanum. Til eru ýmsar gerðir sía, sem all- ar byggjast þó á ofansögðu. Al- gengastar eru tvær gerðir: Spólu- nýrað og plötunýrað. Tvíspólunýrað (twin coil kid- ney), sem kennt er við fyrrgreind- an Kolff, er sú gerð, sem mest er notuð um þessar mundir. Sían samanstendur af tveimur löngum og mjóum sellofanhólkum, sem vafið er inn í net úr plasti eða trefjagleri hólkunum til stuðnings og aðhalds. Um sellofanhólkana rennur blóðið, en spólunni er síð- an dýft í skolvökvann, sem látinn er bulla upp á milli vindinga spól- unnar og þar með leika um sello- fanhólkana. Spólunýrun hafa það fyrst og fremst til síns ágætis, að þau eru ,,ódýr“ í framleiðslu, enda fram- leidd til einnota ásamt blóðslöng- um þeim, er spólunýranu fylgja. Nýrri gerðir spólunýrans hafa svo lítið rúmmál, að nægilegt er að fylla þau með saltvatni í byrjun dialysu í stað gjafablóðs eins og áður tíðkaðist. Hið þétta og stífa plastnet heldur svo vel að sello- fanhólkunum, að unnt er að hafa allháan hydrostatískan þrýsting í sellofanhólkunum án þess að þeir ofþenjist og þar með framkalla verulega ultrafiltration vatns úr blóðinu. Helzti ókostur spólunýr- ans er, að mótstaða í spólunni er veriúeg, svo að jafnan verður að nota blóðdælu til að knýja blóðið í gegnum hana. Plötunýrun eru gjarnan kennd við Norðmanninn Kiil. I þeim eru tvö sellofanblöð pressuð milli tveggja þykkra plastbretta, sem þvinguð eru saman til þéttingar. Hlaða má saman tveimur eða fleiri slíkum samlokum. Milli sellofan- blaðanna rennur blóðið í þunnu lagi, en utan þeirra rennur skol- vökvinn. Rúmmálið milli plast- brettanna fæst með því að grópa í þau rásir, svo þau líkjast þvotta- bretti að innanverðu. Þessar síur hafa ýmsa kosti. Rúmmál þeirra er lítið, og þær þarfnast því ekki blóðáfyllingar. Auk þess er við- námið í þeim mjög lítið og nægir því slagæðaþrýstingur sjúklings- ins sjálfs til að knýja blóðið. Ultra- filtration má fá fram með því að framkalla undirþrýsting í skol- vökvanum. Enn er það víða talinn kostur, að hægt er að taka Kiil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.