Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 60
50 LÆKNANEMINN PÁLL ÁSMUNDSSON, læknir: GERFINÝRU I grein þessari mun ég ræða nokkuð um gervinýru: Sögu þeirra, starf, gerð og notagildi nú og framvegis. Saga gervinýrans. Hugmyndin að gervinýra er ekki ný. Abel nokkur (ekki sá í Biblí- unni) og samstarfsmenn hans smíðuðu árið 1914 apparat, sem kalla mætti gervinýra. Notuðu þeir kumpánar vél þessa til dýratil- rauna. Tækið byggðist á collodíum- röri, sem blóð tilraunadýrsins streymdi um, en um rörið utan- vert lék saltvatnsstraumur. Sýnt var fram á, að efni smugu úr blóði yfir í saltvatnið. Síðan liðu 30 ár, áður en nokkrum tókst að fram- leiða gervinýra, er að gagni kæmi uremískum sjúklingum. Þrennt varð einkum til þess að vandinn var leystur: Sellofanhimn- an, heparínið og síðari heimsstyrj- öldin. Með sellofanhimnunni var fengin tiltölulega sterk, þunn himna, er hafði það til síns ágæt- is að vera hálfgegndræp og hleypa því í gegnum sig vatni og upp- leystum efnum. Heparínið hindr- aði storknun blóðs í gervinýranu. Heimsstyrjöldin vakti áhuga manna á meðhöndlun bráðrar nýrnabilunar, en þessi algenga af- leiðing losts varð þúsundum að aldurtila á vígvöllum og í bomb- arderuðum borgum. Krufning leiddi þráfaldlega í ljós tubular necrosu í afturbata. Þörf var því meðferðar, er fleytt gæti mönn- um yfir hið oliguríska stig. Stríðinu var þó nær lokið, er Hollendingnum Kolff tókst árið 1944 að smíða hið fyrsta nothæfa gervinýra. Fyrsti sjúklingurinn var kerling ein, hin versta gribba og nazisti í þokkabót. Sagði Kolff síð- ar, að hann hefði hálfséð eftir að halda lífinu í kerlu. Heitið hæmo- dialysis festist fljótlega við með- ferð þessa. Þróun gervinýrans fékk nú byr undir báða vængi og er enn langt frá, að því þróunarflugi sé lokið. Fljótt vaknaði áhugi á meðhöndl- un langvarandi nýmabilunar með reglubundinni hæmodialysis, Slíkt var þó ýmsum vandkvæðum bund- ið. I flestum tilfellum krafðist það meðferðar tvisvar í viku. Þar eð stinga þurfti á slagæð og bláæð í hvert skipti gaf auga leið, að slíkt var ekki framkvæmanlegt til lengdar. Reynt var að útbúa var- anleg arterio-venös tengsl (shunt) úr glerrörum og gúmmíslöngum, er síðan væru rofin, þegar sjúkl- ingarnir tengdust gervinýranu, en efni þau, sem notuð voru, ertu æð- arnar og eyðilögðu, auk þess sem tíðum storknaði í tengslum þess- um. Árið 1960 slógu Ameríku- mennirnir Quinton og Scribner í gegn með nýrri tegund tengsla, sem tíðum er við þá kennd. Notuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.