Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 31
LÆKNANEMINN St ÞORSTEINN BLÖNDAL, læknanemi og ÁSGEIR THEÓDÓRSSON, læknanemi: Úthljóð og úthljóðsgreining Fyrri grein. Þessi grein var upprunalega flutt sem fyrirlestur. Við höfum skipt með okk- ur efni, þannig að Þorsteinn fjallar um eðlisfræði úthljóðbylgna og tækni. Ás- geir fjallar síðan um notkun þeirra við sjúkdómsgreiningu, sem náð hefur hag- nýtu gildi. Þar eð ekkert hefur birzt á Islandi um hljóðbylgjunotkun tii sjúk- dómsgreininga, höfum við stefnt að því að gera yfirlit um efnið. Þau atriði, sem siður eiga heima í slíkri grein, hafa því mætt afgangi. Eöli úthljóðbylgna. Úthljóðbylgjur nefnast hljóð- bylgjur þær, sem hafa tíðni meiri en 20 þúsund sveiflur/sek. Notk- un slíkra bylgna í læknisfræði hefur spannað tvö meginsvið, meðferö (sjá grein í Læknanem- anum í sept. 1969) og sjúkdóms- greiningar. Þær byggjast á því, hvernig bylgjurnar endurvarpast á skilum vefja, sem eru lífefna- fræðilega og lífeðlisfræðilega ólík- ir. Unnt er að sjá, hve langt frá yfirborði endurvarpið verður, og síðan með hjálp líffærafræðinnar álykta um mikilvægi þess. Við sjúkdómsgreiningarnar er aflið, sem notað er, miklu minna en í sjúkdómameðferð (sjá neðar). Útbylgjur. I lífeðlisfræðilegum skilningi þarf þrennt til að hljóð sé fyrir hendi. 1 fyrsta lagi hljóðgjafa, í öðru lagi hljóðbera og í þriðja lagi eyra. I eðlisfræðilegum skiln- ingi er hljóð röð af truflunum í einhverju efni, sem eyrað er næmt fyrir, svo og truflanir og sveiflur, sem liggja fyrir ofan og neðan heyrnarsvið eyrans. Sú skilgrein- ing á við hér. Hljóð myndast af efni á hreyf- ingu, til dæmis tónkvísl. Armur- inn á tónkvíslinni titrar um ákveð- inn ás, o (sjá mynd 1). Þegar hendi er veifað myndast líka hljóð, en þau eru undir 16 sveiflum á sek. að tíðni, svo að eyrað nemur þau ekki. Við sveiflur eins og á kvísl- inni eða hendinni myndast á víxl þéttingar og þynningar á sam- eindum loftsins. Þéttnin er ekki alls staðar sú sama af loftsameindum. Niður staðan af þessu er sú, að sameind- irnar lenda á hljóðhimnunni með mismiklum þrýstingi, fáar sam- eindir hreyfa himnuna minna en margar. Þessar sveiflur skynjum við sem hljóð, sé tíðni bylgjanna innan lífeðlisfræðilegrar getu eyr- ans, u. þ. b. 16 sveiflur/sek — 20.000 sveiflur/sek. Þegar teinn- inn á kvíslinni slæst til, hrindir hann sameindum frá sér, sem aft- ur hrinda öðrum sameindum, og svo koll af kolli. Truflunin flyzt óravegu, en hver sameind skammt. Þannig breiðist bylgjan út, og þannig gerist hljóðbylgjuút- breiðslan líka í föstu efni, beini, kjöti eða fitu. Algjört skilyrði fyrir, að hljóðbylgjur berist frá hljóðgjafa, er, að einhverjar sam- eindir séu til staðar, svo að þær geti látið stjaka sér á næstu sam- eindir, Uppi á Mt. Everest er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.