Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 71

Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 71
LÆKNANBMINN 61 SIGMUNDUR SIGFÚSSON, slud med: Norrœnt samstarf að lœknismenntun Aðdragandinn. Tilgangur þessara skrifa er annars vegar að kynna starfsemi Nordisk federation för medicinsk undervisning og Nordisk Medicinar- rád, hins vegar að benda læknanemum á þau gögn runnin frá þessum samtökum, sem Félag læknanema á í fórum sínum. Ekki er kostur að rekja náið þróun aukinna sambanda síðustu ára- tugi milli aðila á Norðurlöndum, sem um læknismenntun fjalla, og hvernig læknismenntun hefur verið samræmd, og próf og námskeið í læknisfræði viðurkennd milli landanna. Um þetta er lítillega fjallað í tveim fjölrituðum greinum frá Norræna læknanemaráðinu í eigu F. L.: Översikt övernordisktmedicinersamarbete (Mauri Johansson, ’67), Nordisk medicinersamarbejde (Jörgen Nystrup, 1969). Eftir 1960 var fyrir alvöru farið að ræða um að auka samstarf rnn læknismenntun á Norðurlöndum. Helztu atriði, sem ráku til þessa, voru sameiginlegur vinnumarkaður allra norrænna lækna, óvissan um þróun sérfræðimenntunar og hin almenna viðleitni til norræns sam- starfs. Læknadeild Helsingforsháskóla bauð í febrúar 1964 norrænu læknadeildunum þrettán tii fyrsta norræna fræðslufundarins um lækn- isfræði. Aðalefni fundarins nefndust: „Grupp- och katederundervisn- ing pá teoretiska institutioner och kliniker“ og „Specialutbildningen och de medicinska fakulteterna". Meðal rösklega sextíu fulltrúa á ráð- stefnu þessari voru þrír frá læknadeild H. 1., þeir Davíð Davíðsson, prófessor, Tómas Helgason, prófessor og Theódór Skúlason, dósent. F. L. á góða skýrslu í bókarformi um það, sem þarna kom fram: Lákarutbildningen i Norden. Rapport frán konferensen i Helsingfors 3.—5. februar 1964 om grund-, efter-, och specialistutbildningen. Weilin & Göös, Helsingfors 1965, 152 bls. Á Helsingfors-fundinum var skipuð nefnd fulltrúa frá hverju Norðurlanda til að gera tillögur um form áframhaldandi samvinnu um kennslu og menntun lækna. Fulltrúi íslendinga í nefndinni var Tómas Helgason, prófessor. Nefndin taldi, að auk læknadeildanna ættu heil- brigðisyfirvöld í hverju landi, læknafélög og læknanemafélög að fá aðild að væntanlegri samvinnu. Endanlegt form fengu tillögurnar á fundi í Reykjavík í júní 1965, og leiddu þær til stofnunar Nordisk federation för medicinsk undervisning í Gautaborg í október 1966. Þar var þá haldinn annar norræni fræðslufundurinn um læknisfræði, og fjallaði hann um framtíðarmenntun sérfræðinga og rannsókna- manna í læknisfræði á Norðurlöndum. íslenzkir fulltrúaráþessumfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.