Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Side 7

Læknaneminn - 01.08.1976, Side 7
r Onœmisgallar Helgi Valdimarsson, lœknir Sýklavarnir líkamans eru margþættar (sjá Lækna- nemann, 2. tbl. 1975, bls. 21-26). Sértæki hluti varnanna hvílir á tveimur möndlum, vessa- og frumubundnu ónæmi. Þessir möndlar verða hér eftir kallaðir vó og fó. BáÖir hafa marga keöjuverkandi starfsþætti og ákvarðast varnarmáttur þeirra, líkt og styrkleiki keðju, af veikasta hlekknum. Möndlarnir eru í flest- um tilvikum samvirkir, en misjafnlega þýöingar- rniklir eftir eöli aösteðjandi sýkils. Fyrsta áreiti sýkils eða vækis (antigens) ræsir rnöndlana til grunnsvars (primary response), en endurtekið áreiti leiðir til skjótvirks og magnaðs endursvars (secondary response). Bilanir, sem trufla grunn- eða endursvör möndl- anna, orsaka ergi1 (anergy) og ónæmisgalla (im- mune deficiency). Ergi getur verið meðfætt eða af- leiðing sjúkdóma, sem skadda ónæmiskerfið, víð- tækt (immune paralysis) eða sértækt (specific unresponsiveness). Sjúklingar meö fó-ergi hafa skert viÖnám gegn sveppum, mörgum veirum og bakter- íum, sem geta tekið sér bólfestu inni í frumum (facultative intracellular bacteria). Ergi í vókerfinu leiðir hins vegar einkum til ófullnægjandi varna gegn ígerðarmyndandi bakteríum (pyogen bacteria). FÓ-ERGI (CELLULAR ANERGY) ASur hefur verið fjallaö um gerð og starfshætti fó-kerfisins (Læknaneminn, 4. tbl. 1975). Fyrsta mynd sýnir helstu tálmanir (blocks), sem geta orðiö á ferli fósvara. Itilanir í scrttnhti hlutu fó-hcrfisins Fyrsti tálmi: Leysanleg tálmefni (humoral block- ing factors) koma í veg fyrir, að væki (antigen) 1 Ergi = máttvana viðleitni. geti bundist viötökum T-eitilfrumna. Slík tálmefni, bæöi sértæk og víðtæk, hafa fundist í tilraunadýrum og sjúklingum með krabbamein og króníska bólgu- sjúkdóma. Annar tálmi: Skortur á virkum T-frumum orsakar altækt fó-ergi í sjúklingum, sem vantar tímgil (thymic aplasia). Sértækt þol (specific tolerance) myndast viö hvarf eöa varanlega lömum þeirra T- frumna, sem hafa viötök fyrir þau væki, sem þoluÖ eru. Þriðji táilmi: Vöntun eða gallar í framleiðslu eins eða fleiri eitilkína geta valdiö fó-ergi. Ergi af þessu tagi hefur fundist hjá sjúklingum með króníska sveppasýkingu (candidiasis). Fjórði tálmi: Ónæmisminni byggist á fjölgun eitilfrumna eftir áreiti vækis. Sjúklingar hafa fund- ist, sem viröast hafa fó-ergi vegna þess að T-frumur þeirra timgast ekki eftir slíkt áreiti. Bílanir í óscrttcha hluta fó-hcrfisins Dýratilraunir hafa sýnt, aö vægur geislaskammtur (400r) getur í bili stöðvað skiptingu stofngleypla (promonocytes) í merg. Blóðgleyplar þessara dýra hverfa fljótlega og jafnframt hætta þau að geta myndað seinnæmissvör (delayed hypersensitivity) í húö. Þetta ergi er hægt að laga með mergflutningi úr ónæmum dýrum, en ekki með flutningi eitilfrumna úr næmum samstofna dýrum. Ennfremur lagast húð- ergi geislaðra dýra sjálfkrafa jafnskjótt og gleyplar koma fram í blóði þeirra á nýjan leik. Fimmti tálmi: Skortur á blóðgleyplum getur þann- ig valdið fó-ergi og svipuöum sýkingarvandamálum og T-frumubilun. Sjötti tálmi er möguleg þroskabilun, sem hefur ekki ennþá verið greind. Sjöundi tálmi: Stórir skammtar stera slæva fó- læknaneminn 5

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.