Læknaneminn - 01.08.1976, Page 8

Læknaneminn - 01.08.1976, Page 8
© macrophoge Mynd 1. Hugsanlegir tálmar (blocks) við myndun sértækra frumubundinna ónœmissvara. MF: mitogenic factors; CF: chemotactic factors; MIF: migration inhibitory factors; LT: cytotoxic factors; SRF: skin reactive factors (ofantaldir þœttir, MF o. s. frv. nefnast einu nafni eitilkín (lymphok- ines)). svör, sennilega sumpart með því að trufla myndun gleypla í merg, en bein áhrif á T-frumur (tálmi 2) og stirnun (stabilization) á meltikornahimnum (tálmi 7) verka í sömu átt. Onnur lyf, svo sem klórókín og fentíazínsambönd, sem valda stirnun á meltikornahimnum, draga einnig úr seinnæmissvör- um. Fó-ergi getur þannig verið afleiðing galla í himnum eða efnakljúfum meltikorna. Tímahundið ergi, sem kemur í kjölfar sumra veirusjúkdóma, gæti að einhverju leyti stafað af slíkum skemmdum. Fjöldi sjúkdóma slævir seinnæmissvör, stundum án þess að því fylgi veruleg minnkun á mótstöðuafli gegn sýklum. Ffúðpróf eru handhæg til frumrann- sóknar, ef grunur er um veilur í fókerfi. Bólguút- slátturinn í húðinni (phlogistic reaction) er síðasti liður svarsins og kemur því ekki greinilega fram nema allir undanfarandi þættir starfi nokkurn veg- inn eðlilega. Ef húðpróf er sterkt jákvætt, má því spara flóknari og kostnaðarsamari rannsóknir. VÓ-ERGI (HUMORAL ANERGY) Hvers kyns gallar, sem trufla keðjuverkun mót- efna, komplíments og gleyplinga, (polymorphonu- 6 clear leucocytes) valda vó-ergi. Ónnur mynd sýnir á r einfaldaðan hátt þessa keðjuverkun og tálmanir, sem þar geta orðið. SértteUar bilanir í vóherfi Mótefnaskortur (hypoimmunoglobulinaemia) er algengasta orsök vó-ergi. Meðfæddur mótefnaskortur stafar af truflun á ýmsum stigum í þroskaferli B- é eitilfrumna. Tálmi 1: B-eitiIfrumur, ákvarðaðar eftir mótefn- um í frumuhimnu og Fc og C3 viðtökum, eru mjög fáar eða vantar alveg í flesta sjúklinga með arfbund- inn mótefnaskort, tengdan X-litningi (tálmi la). Gen á X-Iitningi virðast því hafa áhrif á sérhæfingu B- frumna. Fáeinir þessara sjúklinga hafa eðlilegan eða auk- inn fjölda eitilfrumna með Fc og C3 viðtök, en vant- ar mótefni bundin frumuhimnu (tálmi lb). Gætu þetta verið mjög vanþroska stig B-frumna. Tálmi 2: Sjúklingar með eðlilegan eða aukinn fjölda B-frumna geta haft mótefnaskort. B-frumur þessara sjúklinga þroskast ekki í mótefnamyndandi i plasmafrumur eftir áreiti vækis (tálmar 2 a-d). Or- sök þessara þroskatálma er óþekkt og sennilega margþætt. I fyrsta lagi getur verið um innbyggða B-frumugalla að ræða (tálmi 2a). Vitað er að tímg- ill hefur óbein áhrif á seinni stig þroskaferils B- frumna og hæfni þeirra til að gefa frá sér mótefni. Gæti þessi tegund mótefnaskorts því í sumum tilvik- um átt rætur að rekja til tímgilgalla (tálmi 2bL Einnig er þroskun B-frumna í plasmafrumur háð Antigen B-lymphocyte differentiotion B-lymphocyte maturation Antibody effector reoctions: Phagocytic | ond ontibody production opsomzation recoqnition —•* chemotaxis Mynd 2. Tálmanir við myndun sértækra vessaónœmissvara. Sjá a. ö. I. texta. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.