Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 10
Hoemopoietic tissues | Centrol lymphoid orgons | Recirculoting lymphocyte pool | Mynd 3. Tengsl ónœmissjúkdóma við tálmanir á ýmsum sdg- um þroskaferils hvítra blóðkorna. Rofnar línur gefa til kynna hugsanlegar tálmanir, sem hafa enn ekki fundist í sambandi við sjúkdóma. dómar ,geta komið fram með ýmsu móti, bæði erfða- og ónæmisfræðilega. Bendir það til að orsakir þeirra séu margvíslegar. Flokkun þessara sjúkdóma er því enn mjög ófullkomin, þó að nokkrar tilraunir í þá ált hafi verið gerðar. Tæmandi lýsing sjúkdóma, sem fylgja ónæmisgöllum er of viðamikil fyrir grein þessa, en allmargar ítarlegar yfirlitsgreinar hafa nýlega komið út um þetta efni. (Soothill 1975, Her- mans et al 1973). Hér verður aðeins fjallað stutt- lega um nokkra prímera sjúkdóma, sem eru vel þekktir og hægt er að rekj a til þroskatálmana í frum- um ónæmiskerfisins (3. mynd). Allsherjar þroskahninlun í mcrtf (Ttilnii A) Reticular dysgenesis er arfgengur sjúkdómur þar sem mikil fækkun er á öllum gerðum hvítra blóð- korna eða þau vantar alveg. Börn með sjúkdóminn deyja alltaf úr sýkingum innan fárra daga frá fæð- ingu. GtillaÍSar átfrumur í sjúhlintfum meií cifliletftir eitilfrumur (Tálmi B) Prímer sjúkdómar þar sem allar gerðir átfrumna vantar, hefur ekki fundist, en margir starfrænir gall- ar eru þekktir, sem finnast bæði hjá gleyplum (macrophages) og gleyplingum (polymorphonu- clear leucocytes). Krónísk granulomatosis, CGD, er víkjandi galli tengdur X-litningi þar sem átfrumurnar geta ekki myndað súrvatn (H2 O2) eftir að hafa gleypt sýkla. Einstaklingar með þennan galla sýkjast aðallega af völdum katalasa-jákvæðra baktería og sjúkdómurinn einkennist af síendurteknum húðsýkingum og eilla-, lifrar- og beinígerðum. Drengir með þennan sjúk- dóm ná sjaldnast 20 ára aldri þrátt fyrir notkun sýklalyfja. Chediak.-Higashi sjúkdómur erfist víkjandi tengt A-(autosomal) litningi og einkennist af risamelti- kornum í gleyplum, gleyplingum og öðrum frumum, sem innihalda meltikorn. Sjúklingarnir hafa nokkru færri hvít blóðkorn en eðlilegt er og hættir til alvar- legra sýkinga af völdum ígerðarbaktería. Margir fá banvænan sjúkdóm sem líkist lymfoma fyrir kyn- þroskaaldur. Skortur á myeloperoxidasa í meltikornum gleypla og gleyplinga erfist sennilega víkjandi tengt A-litn- ingi og hefur fundist í sjúklingum með útbreidda sveppasýkingu (systemic candidiasis). Gttllar í tfletfplintftim cintföntfu (Tálmi C) Sjúklingar með gallaða gleyplinga hafa gjarnan stomatitis, vaginitis, otitis og mastoiditis, sem bendir til að þessar frumur hafi úrslitaþýðingu til fullnægj- andi varna á slímhúðaryfirborðum líkamans. Nokkrum gerðum arfgengrar fœkkunar gleyplinga (hereditary neutropeniae) hefur verið lýst og eru sumar þeirra tímabilsbundnar (periodic neutro- penia). Sjúklingarnir hafa oftast eðlilegt eða aukið magn gleypla. Sýkingar koma venjulega í ljós ef fjöldi gleyplinga í blóði fer niður fyrir 500/mmá. Ef einnig er um starfræna galla að ræða getur minni fækkun (1000-1500/mm3) valdið alvarlegum sýk- ingum. Sjúkdómur lötu gleyplinganna (The lazy leucocyte syndrome) einkennist af vægri fækkun gleyplinga, sem hreyfa sig minna og svara toghrifum ver en eðlilegt er. Hins vegar er hæfni þeirra til að gleypa og drepa bakteríur óskert. Lífefnafræðileg orsök þessa galla er óþekkt. Jobs sjúkdómur er tengdur minnkaðri svörun gleyplinga við toghrifum (defective chemotactic responsiveness). Rauðhærðar stúlkur með ljósa húð fá þennan kvilla oftar en aðrir og einkennin eru endurtekin „köld“ graftarkýli í húð. 8 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.