Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 17
Nœring í œð Friðþjófur Björnsson, lceknir Nauðsynlegt er að hugsa um hitaeiningaþörf sjúk- linga, sem ekki geta borðað. Ef næringarástand sjúk- lings er gott fyrir, gerir nokkurra daga fasta honum ekki til. Hins vegar er oft um sjúkdómsástand að ræða, þar sem er aukin hitaeiningaþörf og aukinn metabolismi. Við slæm brunasár er talið að hitaein- ingaþörfin fari yfir 5000 hitaeiningar á sólarhring.5 Ef sjúklingur megrast verulega á stuttum tíma, hver sem sjúkdómurinn er, hefur það í för með sér lengri sjúkleika og hærri dánartölu.3 Skortur á eggjahvítu- efnum tefur fyrir að sár grói og minnkar mótstöðu gagnvart sýkingum.3 Það er nefnt „total parenteral nutrition“ eða „hyperalimentation“ þegar séð er fyrir næringarþörf með gjöf í æð. Helstu ástæður til meðferðarinnar eru: 1) Eftir skurðaðgerðir þegar margir dagar líða án þess að sjúklingur geti tekið næringu á eðlilegan hátt. 2) í sambandi við sjúkdóma, sem valda stíflu (obstruction) í meltingarvegi, miklar resectionir eða bólgusjúkdómar í meltingarvegi, t. d. colitis ulcerosa eða regional enteritis. 3) Hypermetaboliskt ástand við mikil brunasár, sýkingar eða slys. 4) Þegar um mikinn niðurgang er að ræða eða uppköst, t. d. sprue, hyperemesis gravidarum og anorexia neurosa. 5) Mikið notað í barnaskurðlækningum hjá nýfædd- um.1 6) I sambandi við uremiu þarf að gefa nauð- synlegar aminósýrur og hitaeiningar til að minnka niðurbrot eggjahvítuefna og stuðla að því að þvag- efni (urea) nýtist í eggjahvítuuppbyggingu. Lengi var sykurupplausn notuð sem aðal hitaein- ingagjafinn og hefur sú aðferð verið notuð í Banda- ríkjunum fram á þennan dag.4 Verður þá að gefa hypertoniska upplausn, því að öðrum kosti yrði um of mikið vökvamagn að ræða. Hypertoniska upplausn má ekki gefa í útlimaæð, því það veldur æðabólgu. Verður því að þræða pípu (catheter) upp í vena cava, en þar er æðin breið og gott rennsli, þannig að nægileg þynning fæst. Það er samt nokkur hætta á myndun blóðsega. Algengasta aukaverkunin er bakteríusýking. Einnig koma fyrir sveppasýkingar.1’ 2' 0 Það þarf að sjá sjúklingi fyrir nægilegu insulini, því streituástandi getur fylgt minnkað sykurþol. Nægilegt insulin er talið hafa örvandi áhrif á eggjahvítuuppbyggingu (anabol- isma) og minnka gluconeogenesis.5 Of hröð gjöf á hypertoniskum vökva getur valdið osmotiskri diuresu og því getur fylgt hyperosmolar coma.6 Við hyperalimentation með glucosu verður hyper- insulinemia og ef gjöfinni í æð er hætt snögglega getur það valdið sykurskorti í blóði (hypoglycæmia). Reyndar hafa verið infusionir með fructose, sorbitol og ethanol, en þær hafa ekkert fram yfir þrúgusyk- ur.5 Wretlind í Svíþjóð útbjó árið 1944 aminósýru- upplausn, sem er eggjahvítuklofningur (hydrolysat) af caseini og gengur undir nafninu Aminosol. Aminosol inniheldur allar nauðsynlegar amino- sýrur í hagstæðu hlutfalli. Með því að gefa aminosýrur má koma í veg fyrir niðurbrot á eggjahvítu. Það þarf að gæta þess, að samtímis sé gefið nægilegt magn af hitaeiningum, 150-200 hitaeiningum með hverju grammi af köfn- unarefni (nitrogen), því annars nýtast amínósýr- urnar ekki til myndunar eggjahvítu (anabolisma). en eru notaðar sem orkugjafi.5' 6 Þegar eggjahvítu- þörf er mikil er best að nota Aminosol 10%, t. d. 1 líter. Yfirleitt nægir að gefa 10-20 g köfnunarefnis, sem svarar til 62,5-125 g eggjahvítu.4 Aminosol 10% inniheldur í 1 lítra 160 meq NaCl og takmarkar það notkun þess, t. d. hjá nýrna- og hjartasjúklingum. Annað lyf er Aminoplasma L 1 X 10, sem inniheldur í 1 lítra 16 g köfnunarefnis, 25 meq k+ og 48 meq Na+. Wretlind útbjó fitu emulsion úr sojabaunaolíu Framh. á bls. 15 LÆKNANEMINN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.