Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Page 23

Læknaneminn - 01.08.1976, Page 23
Sveitalœknir situr ráðþrota yjir deyjandi barni. Myndin er eflir Sir Luike Fildes. Hvað sem þessu líður er ljóst að læknastúdentar ættu meir að alast upp með því hugarfari sem stefnir að endurhæfingu en verið hefur svo að þeir verði með tímanum endurhæfingarsinnaðir í störfum. Páll: Það er þörf á endurhæfingu, um það bland- ast engum hugur. Hún hefur ávallt verið fyrir hendi. I ritum fornra lækna, t. d. Hippokratesar, er lýst lækningum, sem ekki verða flokkaðar undir annað en endurhæfingaraðgerðir. Eftir því sem aldirnar líða bætast við ný sjónarmið og aðferðir sem flokk- ast áfram undir sama hatt, en spurningin verður e. t. v. fremur sú, hver framkvæmir. Þörf endurhæf- ingar hefur vaxið óhemjumikið á þessari öld. Astæð- ur eru framfarir, sem orðið hafa í læknisfræði frá síðustu aldamótum. Þær valda því, að nú lifir fólk, sem áður dó drottni sínum. Þannig hefur orðið til hópur fólks á öllum aldri, sem her örkuml í einhverju formi og margir eiga sér svo mikla von, að það er fj árhagslegur og mannúðarlegur ávinningur að rétta þeim hjálparhönd. Það er einmitt þar, sem hugtakið endurhæfing verður til. En hvar á endurhæfingarlæknir heima í myndinni. Hin hefðbundna verkaskipting lækna í dag hefur ekki þróast átakalaust, sbr. átök lækna og rakara, ágreiningur skurðlækna og beinalækna, lyflækna og barnalækna. Þessi verkaskiptaþróun hefur í stórum dráttum gerst í Evrópu, en Evrópumenn eru þekktir fyrir að vera sérfræðingar í illdeilum, enda tala verkin. Endurhæfingarlæknir, sérmenntaður í vanda- málurn hinna „handicapperuðu“, ef ég má sletta, verður hugmyndafræðilega ekki til í vöggu illdeilna í Evrópu, heldur í Bandaríkjunum upp úr síðustu aldamótum. Orkulækningar urðu sérgrein þar um 1936, ef ég man rétt, en síðan smábættist við verk- efni orkulækna með árunum. Vil ég nefna, t. d. mænuveikina, sem varð ægilegt vandamál vestan hafs í kringum 1950. Orkulæknar höfðu þar mest að bjóða og því fór sem fór, að endurhæfing varð smám saman samtvinnuð fagi þeirra. Bandarískir læknar voru fljótir að átta sig á, að þessi þróun var góð og því stefndu bandarísku læknasamtökin að því að staðla nám í greininni. Þannig varð til sérgrein, sem við köllum orku- og endurhæfingarlækningar. læknaneminn 17

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.