Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Side 26

Læknaneminn - 01.08.1976, Side 26
Páll: Þetta er góð spurning. Eins og málum er háttað hér á landi er endurhæfing reiknuð inn í spítaladaggj aldið. Enginn spyr sérstaklega hvað end- urhæfingin kosti svo að engar tölur liggja fyrir, þannig að við getum ekki svarað beint. Hins vegar held ég að það sé álit allra þar sem kostnaður hefur verið gerður upp, að endurhæfing sé dýrasli þáttur læknisfræðinnar. Kristján: Af þessum þrem þáttum læknisfræðinn- ar, sem ég minntist á í upphafi, er endurhæfing lík- lega dýrasti þátturinn, skilar minnstu aftur af fjár- festingu, en samt mun hún borga sig fyrir sjúkling- inn og þjóðfélagið. Meðal þróunarlanda er endut- hæfing talin lúxus, sem þær þjóðir hafa enn ekki efni á. En í vestrænum löndum er endurhæfing talin borga sig í reynd. Ég get nefnt sem dæmi sjúkling sem við höfðum í New York. Hann hálsbrotnaði og hlaut C VI quadriplegiu. Eftir u. þ. b. 8 mánaða end- urhæfingu var hann algerlega fær um að sjá um sig sjálfur, komst um allt og hafði byrjað háskólanám að nýju. Tveim árum síðar útskrifaðist hann úr há- skóla og tók til starfa í atvinnulífinu. Endurhæf- ingin kostaði milli 40 og 50 þúsund dollara. Ef ekk- ert hefði verið gert hefði þessi sjúklingur verið lagður inn á hjúkrunarheimili eins og tíðkaðist áður og legið þar næstu 50 árin. Við slíku hefði mátt búast því að prognosan er ekki miklu verri heldur en heilbrigðra. Kostnaður á hjúkrunarheimilinu hefði verið um 15 þús. dollarar á ári. Endurhæfingin borg- aði sig á 3 árum. Ef hann hefði legið á hjúkrunar- heimili í 50 ár, hefði það kostað 750 þús. dollara. Með vöxtum hefði kostnaður við að sjá um þennan mann fram til sjötugs orðið meira en 3 millj. dollara. I staðinn var hann endurhæfður, fór aftur til starfs og varð greiðandi skattborgari. Slíkt dæmi má taka frá ýmsum öðrum hópum fatlaðra. Reyndar er það einmilt þetta, sem hefur ráðið mestu um framgang endurhæfingar á síðustu árum, að hægt hefur verið að þjálfa bæklað fólk til þess að sjá urn sig sjálft og jafnvel að koma því aftur í arðbæra vinnu. I framtíðinni verður það ekki nóg. Við hljótum að þurfa að hugsa um hamingju þeirra líka, ekki aðeins að þjóðfélagið hagnist á þeim, heldur að hver einstaklingur hagnist og lifi ham- ingjusamara lífi. Leifur: Eru nógu margir endurhæfingarlæknar á Islandi í dag? Páll: I dag eru skráðir hérlendis alls átta læknar, sem fást við endurhæfingu og eru viðurkenndir sér- fræðingar. Af þeim hafa fjórir hlotið menntun í því formi, sem við í dag köllurn endurhæfingarlækning- ar. Auk þessa starfa nokkrir aðrir læknar meira eða minna við endurhæfingu. Spurningu um þörfina er mjög erfitt að svara, því tímarnir breytast og þarf- irnar með, en ég hef einu sinni lagt þessa spurningu fyrir þekktan amerískan endurhæfingarlækni, Dr. Earl C. Elkins. Hans álit var að það þyrfti u. þ. b. 10 endurhæfingarlækna fyrir hverja 100.000 íbúa. Miðað við það ætti okkar þörf að vera u. þ. b. 20. Kristján: Jú, ég hafði einhvern tíman heyrt tölu nefnda frá Bandaríkjunum að þar væri þörf á u. þ. b. 7-8 þúsund endurhæfingarlæknum. Það myndi sam- svara u. þ .b. 8 læknum hérlendis. Þessi þörf hefur mikið aukist á síðari árum og á sjálfsagt eftir að aukast enn, ekki aðeins vegna þess að meðalaldur landslýðs fer hækkandi, heldur einnig sökum þess að fólk gerir vaxandi kröfur til endurhæfingar í hvers kyns mynd. Þess vegna held ég, að þessi tala sé allt of lágt reiknuð. Eins og er í dag þá finnst mér að 10 endurhæfingarlæknar ætta að geta annað þörfinni nokkuð vel hér á íslandi. Leifur: Er hægt að vera starfandi læknir í þessari grein úti í bæ, þarf mikið tilstand til þess að opna stofu? Páll: Að sjálfsögðu er unnt að starfa úti í bæ, en ýmsir vankantar eru á því. Til þess að starfa á því formi, sem við óskum svarandi kröfum tímans, þyrft- um við mikla umsetningu í húsnæði og tækjum, en ekki síst þyrftum við mikið af vel þjálfuðu starfs- fólki. Læknar, sem hafa starfað úti í bæ til margra ára, hafa e. t. v. ekki getað fylgt þeim kröfum, sem æskilegt væri, og kemur það m. a. af greiðslukerfi sjúkrasamlaga, sem hefur reynst leiðinlegur þrándur í götu. Einnig má benda á, að reynt hefur verið göngudeildarform og má nefna æfingastöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Haldi nokkur að það sé gróðafyrirtæki er það alger misskilningur. Æfinga- stöðin er rekin með miklum halla á hverju ári. Það 20 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.