Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 30

Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 30
Þvag í almenna (pH, sykur, eggjahv. og blóð) og smásjárskoðun eðlil. Mælingar sýndu aukinn útskiln- að á fitu í hægSum, EKG sýndi ómarkverSar breyt- ingar. 9. Um % mánuSi eftir komu á sjúkrahúsiS fékk sjúklingurinn mikinn verk í vinstri ganglim. Var sjúklingurinn púlslaus í a. fem. sin. Aortografia sýndi algert stopp á rennsli í vi. grafti. GerS var endarterectomia og fékkst gott rennsli niður í fót- inn. I lok febrúar var tekiS eftir því aS sjúklingurinn var gulur. Bilirubin mældist 6,1 mg%, þar af conju- gerað 4,2 mg%. Alk. fosfatasi 340. LDH og GOT var eðlilegt við endurteknar mælingar. Engin breyt- ing varð á verkjum eða hægðum sjúklings við þetta. Sjúkl. var enn sendur á skurðdeild til aðgerðar. Allan tímann á sjúkrahúsinu nærðist sjúklingur- inn illa, einkum vegna magaverkja, sem voru stöð- ugir en versnuðu við máltíðir. Hægðir voru því mjög litlar og strjálar. Sjúklingurinn var hyperali- menteraður IV langtímum saman. Hann hafði mikla tilhneigingu til hypokalemiu. Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og spyr j a: 1. Hvert eða hver eru vandamál þessa sjúklings? 2. Hver er líklegasta skýringin á þeim? 3. Hvernig ber að haga áframhaldandi rannsókn- um? Svur Brýnasta úrlausnarefni þessa sjúklings var lélegt næringarástand. VitaS var að hann hafði malab- sorption (fita í hægðum) og kviðverki, sem versn- uðu við máltíðir og gerðu honum erfitt fyrir með að matast. Orsakir malabsorptionar eru fjölmargar, en nær- tækast var að leita þeirra hjá þessum sjúklingi í: 1. Pancreatitis chronica, sem afleiðing af alkohol- isma. 2. Resectio ventriculi. 3. Arteriosclerosis í þarmaslagæðum. 4. Lifrar- eða gallvegasjúkdómi. Þá var og spurning hver væru tengsl malabsorp- tionarinnar og kviðverkjanna. Hugsanlegar skýring- ar á verkjum hans voru: 1. Maga- eða stomasár. 2. Hiatus hernia með esophagitis. 3. Pancreatitis chronica. 4. Gallvegasjúkdómar. 5. Ischemiskir verkir í þörmum. 6. Dumping. MeS nokkrum einföldum prófum er hægt aS stað- setja nokkuð vel orsök malabsorptionar. Þau eru: 1. Mæling fitu í saur sjúklings á ákveðnu fæði. 2. Mæling köfnunarefnis í saur sjúklings á ákv. fæði. 3. d-xylosu absorption. 4. Schillings próf. 5. Smáþarmabiopsy. Þegar sjúklingurinn var fluttur til aðgerðar vegna gulunnar lágu eftirfarandi svör við ofangreindum spurningum, auk þeirra er fyrr voru talin: Magamynd var neg. m. t. t. sárs og tæming var eðlilega hröð. Mjógirnispassage sýndi flokkulation og segmentation, sem sést við malabsorption af ein- hverju tagi. Magaspeglun sýndi hiatus herniu og væga bólgu neðst í esophagus, gastritis-breytingar kringum stóma og gallreflux inní magastúf en engin sár. Sjúklingnum voru gefin pancreasenzym í töflu- formi í greiningarskyni vegna gruns um pancreatitis chron. með pancreasbilun, en án árangurs. Arteriografia af a. mesenterica sup. sýndi mjög granna æð við upptökin og litla fyllingu í æðinni. Auk þess sást töluverð stenosa í aorta abdominalis, þar sem a. coeliaca, mesenterica sup. og nýrnaslag- æðarnar koma frá æðinni. Vegna collaterala-mynd- ana er talið nauðsynlegt að hafa á röntgenmynd veruleg þrengsli í 2 æðum af þessum þremur: a. coe- liaca, a. mesenterica sup. og a. mesent. inf. til þess að geta gert ráð fyrir ischemiskum sjúkdómi. Blóð í hægðum einu sinni -j—|—j- annars neg. Eins og fyrr er sagt fékk sjúklingurinn gulu og var skorinn vegna gruns um Ca. pancreatis eða gall- steina. I aðgerð fannst steinahröngl í ductus hepati- 24 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.