Læknaneminn - 01.08.1976, Page 37

Læknaneminn - 01.08.1976, Page 37
fáir tímar lélegir. Skörun var lítil. milli tíma, en í sýklafræðinni var nokkuð um endurtekningar frá 3. arinu, sem sumir töldu óþarfar, en aðrir sögðu, að góð vísa væri sjaldan of oft kveðin. 4. Hjarta- og æðasjúkdómar (23. febr. til 2. apr.): Aætlaðir voru um 60 tímar, en þeir urðu heldur færri. Umsjón með námskeiðinu hafði Snorri Páll Snorrason, settur prófessor, en auk hans kenndu þeir Arni Kristinsson, Magnús Karl Pétursson, Kjartan Pálsson, Einar Baldvinsson og Páll Gíslason. Flestir fyrirlestranna voru góðir og margir mjög góðir, en nokkuð vantaði á skipulagningu. Lengi framan af var allt í óvissu um hvað ætti að vera daginn á eftir. I ráði var að hafa klíníska tíma öðru hvoru, en þeir urðu aðeins tveir. 5. Blóðsjúkdómafræði. Er námskeið þetta ekki hafið, þegar þetta er ritað, en til stendur að Sigmundur Magnússon verði með u. þ. b. 30 tíma. Tímabilið 7. jan. til 20. febr.: A þessu tímabili voru kenndar 3 greinar, sem lok- ið var með prófi. Voru þetta augnsjúkdómar, háls-, nef- og eyrnalækningar og húð- og kynsjúkdómar. Auk þess var verklegur kúrsus í röntgengreiningu og fyrirlestrar, en flestum þeirra var frestað, þar til efl- ir próf vegna lélegrar mætingar. I hverri grein voru 20-25 fyrirlestrar. 1. Augnsj úkdómana kenndi Dr. Guðmundur Björnsson dósent. Miðaði hann eins og vera ber við þau atriði, sem almennur læknir þarf að vita, en lagði minni áherzlu á það, sem er í verkahring sérfræð- inga. Verkleg kennsla fór fram tvo morgna, en hana önnuðust Guðmundur Viggósson, Oli B. Hannesson og Hörður Þorleifsson. Var almenn ánægja með verklegu kennsluna og mætti hún vera meiri. I próf- inu voru 5 stuttar spurningar og ein ritgerð, sem gilti 50%. Eru margir óánægðir með langar ritgerð- ir í prófum, þar sem þær gefa frekar mynd af hæfni í ritgerðasmíð en kunnáttu í greininni. 2. Háls-, nef- og eyrnasjúkdóma kennir Stefán Ól- afsson dósent. Almenn ánægja er með kennslu Stef- áns, sem nær eingöngu dregur fram aðalatriði, sem koma fyrir í almennum praxis. Ekki styðst Stefán við neina sérstaka bók, en í kennsluskrá er mælt með bók, sem ekki var fáanleg í vetur. Verkleg kennsla var 2 morgna og fór hún vel fram, bæði á Landakoti og Bsp. í prófinu var aðeins ein ritgerð (Hæsi), en hún þótti gefa fremur lélega mynd af kunnáttu manna. 3. Húð- og kynsjúkdómar: Kennari var Sæmundur Kjartansson dósent. 1 húð- sjúkdómunum var stuðst við hókina Lecture Notes in Dermatology, sem verður að teljast mjög hæfileg fyrir þetta stutta námskeið. I kynsjúkdómum var mælt með bókinni De veneriske sygdommer eftir Niels Danholt. Margir lásu frekar Harrison, Cecil eða Companion. Sæmundur sýndi marga sjúklinga í tímum og tókst það mjög vel. Er augljóst, að ekki er hægt að læra um húðsjúkdóma af nokkru viti, án þess að sjá sjúklinga. Ef vel ætti að vera, þyrftu stúdentar að vera á stofu hjá húðlæknum. Sæmundur var nokkuð gagnrýndur fyrir að flytja ekki formlega fyrirlestra, heldur en að hafa tímana fremur sem rabbfundi. Endalaust má deila um hvort er betra. I prófinu voru 10 spurningar og svo val milli tveggja ritgerða, sem átti að gilda 50%. Klínísht nám á Bortitirsintalanum Lyfjadeild A Bsp. eru 5 sérfræðingar auk lyflæknis. Fylgja stúdentar sérfræðingunum, en ekki deildum eins og á Lsp. Reyndust allir læknar lyfjadeildarinnar stúd- entum mjög vel og voru hver öðrum áhugasamari við kennsluna. Aðeins einn dósent er á lyfjadeild- inni, Einar Baldvinsson, og er hrein skömm að því, að Læknadeildin skuli ekki reyna að fastráða fleiri sérfræðinga til klínískrar kennslu á Bsp., heldur ein- göngu treysta á góðmennsku þeirra í garð stúdenta. Klínísku tímarnir á lyfjadeild Bsp. voru allir afar gagnlegir, enda kennararnir áheyrilegir og höfðu skemmtileg tilfelli fram að færa. Voru stúdentar al- mennt mjög ánægðir með lyfjadeildarlíf á Bsp. Skurðdeild Skurðdeildarlíf á Bsp. er ekki ósvipað lyfjadeild- arlífi þar. Fylgja stúdentar sérfræðingum og taka journala helst eingöngu af sjúklingum viðkomandi sérfræðings. Vill því verða nokkur hörgull á journöl- um þegar fáir sjúklingar koma inn. Gunnar Gunn- laugsson dósenL hefur umsjón með stúdentum og sér læknaneminn 27

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.