Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 46
Lœknanemar í stríði við bretann
Bragur um baráttu lceknanema við brezka heimsveldið
á árum síðari heimstyrjaldarinnar
Setulið breta tók Gamla Garö hernámi. Húsnæðis-
leysi ríkti í borginni. Voru stúdentar margir til
húsa í líkgeymslusal Háskóla íslands og hírðust þar
í kulda og sagga í tvo vetur. Bretar marglofuðu að
víkja úr Garði. 'Winston Churchill sjálfur lofaði —
af Alþingissvölum — að Garður skyldi rýmdur ekki
seinna en um jól 1941. Ur því varð ekki, og bretar
sátu sem fastast. Garðsnefnd stúdenta var talin
standa sig heldur slælega í samningum við breta,
og fékk á sig vantraust stúdenta. Þann 1. des. 1940
og 1941 voru farnar mótmælagöngur að Gamla
Garði og til breska sendiráðsins. Stóðu stúdentar
berhöfðaðir í rigningunni í langri þögn. Annað var
ekki aðhafst í þeim málum. Þessi bragur var gerður
meðan á þessu streði stóð og hiti var sem mestur.
Dramatis personae:
Islands göfgu synir : Islands hræður : stúdentar
Boli: Jón Boli : bretinn : W.C.
Bolakálfar : herlið bretans.
Búa fól, fávís: smáþjóð á veraldarenda öndverðum,
sem Boli hnoðaði til dauðs á sínum tíma, með
aðstoð W.C.
Hitler: andskoti Bolaþjóðar á meginvígvelli.
Nefndabelja: Garðsnefnd. Nyt hennar: Þunn, áfram-
haldandi seta.
Katakombur: násálir, líkhús H.I., Hrægelmir.
Frelsishræ: sú hugmynd réttinda, sem níðingur hlær
að.
Frelsis negg: Það hjarta sem hlær í mót níðingi.
Rimmugýgur: vopn Skarphéðins Njálssonar er hló
ef til átaka horfði.
Fjallkona: sá strengur sem gefur hjarta frelsisins
sinn tón.
BOLABRAGUR
„Elskulegu ungu vinirl
Islands göfgu, tryggu synir,
gerið aumum gustuk á!
Bjargið mínum Bola-kálfum,
— þá bjargið þið líka ykkur sjálfum
Boli kveður við börnin smá.
„Hva! — Ætlið þið ekki út að ganga?
Ykkur skal eg lmoða og slanga
eins og Búa — fávís fól.
Hitler veður að mér óðar,
erkifjandi Bola - þjóðar.
Hafa verð eg húsaskjól.“
„Burt með ykkur Islands lirœður!
Eskimóar, vœflar, lœður!
Kostir eru knappir tveir:
Ollum mínum orðum trúa,
œ mig þéra, aldrei þúa,
ella bregð eg birtum geir.
Gangið inn í kombur — kata!
Ef kunnið ekki um göng að rata
villast megið vofum hjá.
Greftruð œra fá að grotna,
með gulum frelsis — nái rolna.
Vefji örmum nárinn ná!“
Amátlegir út þeir rölta,
allar tennur í þeim skrölta,
flatsœng byggja í fúlum sal!
Hvort má verða lœgra loftið?
Lapið draf, þrœlsaugum gotið!
Knapa hér er knálegt val!
36
LÆICNANEMINN