Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 7

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 7
Pathophysiologia háprýstings (essential hypertension) Snorri P. Snorrason læknir Blóðþrýstingur í slagæðakerfi líkamans er fyrst og fremst háður afköstum hjartans og perifer mótstöðu í slagæðakerfinu. Með nokkurri einföldun má nota jöfnuna MAP = CO X TPR, þar sem MAP er = mean arterial pressure, CO = cardiac output og IPR = total peripheral resistance. Afköst hjartans ráðast af slagmagni og hjartsláttarhraða. Sympat- iska taugakerfið hefur áhrif bæði á afköst hjartans og perifer mótstöðu. Auk þess hefur viskósitet blóðs og lengd slagæðakerfisins áhrif á blóðþrýsting. En þessir þættir breytast lítt og þeir því ekki teknir inn í dæmið. Auk afkasta hjartans og perifer mótstöðu, þarf að taka tillit til vökvamagns í slagæðakerfinu, jafnvel alls millifrumuvökvans (extracellular fluid volume). Nú verður vikið að þeim þáttum sem hafa áhrif á afköst hjartans, slagæðamótstöðu, vökvamagn og samband þeirra við háþrýsting. Sl. 30 ár, eða svo, hafa menn lagt mikið kapp á að rannsaka eðli og orsakir háþrýstings. Þegar hjartarþæðingar hófust laust fyrir 1950 voru fundn- ar upp aðferðir í sambandi við hægri hjartaþræð- ingu til að mæla afköst hjartans í mönnum. Niður- stöður þeirra rannsókna voru yfirleitt þær að af- köst hjartans væru eðlileg hjá fólki með háþrýsting og að blóðþrýstingshækkunin stafaði af aukinni mótstöðu í slagæðakerfinu. Var álitið að aukin peri- fer mótstaða stafaði bæði frá auknum samdrætti í vöðvum smærri æða (arteriola) og vefjabreytingum í vöðvum slagæðaveggjanna. Þó kom í ljós við þess- ar fyrstu rannsóknir að í einstaka tilfelli voru af- köst hjartans aukin og perifer mótstaða virtist eðli- leg. Fyrir um 15 árum kom fram sú kenning að aukn- ing á afköstum hjartans gæti verið orsakaþáttur há- þrýstings og var jaínvel haldið að hin auknu afköst hjartans gætu verið grundvallarorsök háþrýstings, sem síðar hefði áhrif á útæðar og með tímanum framkallaði breytingar á þeim sem leiddu til aukinn- ar slagæðamótstöðu. Hins vegar var þá óljóst hvað olli hinum auknu afköstum hjartans hjá þessum ein- staklingum. Seinni tíma rannsóknir hafa staðfest að nokkur hluti ungs fólks með essential hypertension á byrj- unarstigi er með aukin hjartaafköst og eðlilega slag- æðamótstöðu í hvíld. Hins vegar hafa mælingar á slagæðamótstöðu hjá þessum einstaklingum með aukin hjartaafköst leitt í ljós, að við ýtrustu líkam- lega áreynslu kemur fram aukin slagæðamótsaða. Smáæðar þær sem veita mótstöðuna geta ekki þan- ist út með eðlilegum hætti og blóðþrýstingur verð- ur þar af leiðandi hærri en svarar til afkasta hjart- ans. Einnig hefur verið bent á að ef mótstaðan væri eðlileg hjá þessum einstaklingum, þá mundi hlóð- þrýstingur ekki hækka eins og raun ber vitni, þótt afköst hjartans séu aukin. Þegar fram líða stundir þá breytist blóðfall (hemodynamic) þessara sjúklinga með essential hypertension þannig að afköst hjartans færast í eðlilegt horf, en á sama tíma þá eykst æðamótstaða smátt og smátt. Samfara þessu ágerist sjúkdómur- inn, blóðþrýstingur hækkar, einkanlega hvíldar- mörk (diastola). En á byrjunarstigi áður en æða- mótstaða eykst að ráði, þá er fyrst og fremst um að ræða hækkun á systoliskum blóðþrýstingi, og púls- þrýstingurinn, þ. e. a. s. mismunurinn á systolu og diastolu, verður því óeðlilega hár. Annað sem einkennir þennan hóp er aukin starf- semi sympatiska taugakerfisins og aukin renin virkni í líkamanum. Flestar rannsóknir sýna að hin auknu afköst hjartans, sem áður er drepið á, stafa yfirleitt af auknum hjartslætti en ekki auknu slagmagni. Af- köst hjartans svara til aukinnar súrefnisnotkunar vefja hjá þessum einstaklingum en engin skýring virðist liggja fyrir um hvað veldur aukinni súrefnis- notkun líkamans. LÆKNANEMINN 5

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.