Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Page 13

Læknaneminn - 01.11.1978, Page 13
Legionnaires sjúkdómur Sigurður B. Þorsteinsson og Ólafur Steingrímsson læknar Inngangur Það vekur að sjálfsögðu ávallt mikla eftirtekt, þegar nýir sjúkdómar skjóta upp kollinum, ekki síst ef um er að ræða alvarlega eða mannskæða sjúkdóma. Það var því að vonum, þegar faraldur af heiftar- legri lungnabólgu kom fram í Fíladelfíu árið 1976, að athygli heimsins beindist um sinn að þessum sjúkdómi og leit vísindamanna að orsök hans. Nú, um það bil tveimur árum síðar, er orsök og eðli þessa sjúkdóms allvél kunn3'2 og þykir því ástæða til að rifja upp nokkur atriði varðandi sjúkdóminn og kynna hann hérlendis. Fílatlelfía júlí-ágúst 197(t I lok júlímánaðar 1976 var haldið á stóru hóteli í Fíladelfíu mót fyrrverandi hermanna í bandaríska hernum og munu alls um 4400 manns hafa mætt til þessa þings. I lok þingsins fór að bera á veikindum meðal þinggesta, sem lýsti sér með háum hita, svæs- inni lungnabólgu auk annarra einkenna, sem síðar verður lýst. Af þeim tæplega 3700 gestum, sem upp- lýsingar eru lil um, munu alls 182 hafa veikst og 29 dáið, eða um 16% af þeim sem veikina tóku.1 Ekki þarf að orðlengja þann óhug og ótta, sem greip um sig, þegar ljóst var hversu alvarlegur sjúkdómur hér var á ferðinni. Til skýringar má geta þess, að um þetta leyti voru miklar umræður víða um heim, en þó sérstaklega í Bandaríkjunum, um hættu á far- aldri á svínainflúenzu og gengu margir út frá því sem vísu, að hér væri sú pest farin að láta á sér kræla. Fljótlega varð þó ljóst, að svo var ekki, en sennilega urðu þessir atburðir í Fíladelfíu til þess, að hin illræmdu bólusetningarlög gegn svínainnflú- enzu voru samþykkt í bandaríska þinginu, án þess að nokkur hreyfði mótmælum og raunar að mestu án nokkurra umræðna. Leit að orsök Legionnaires sjúkdóms (hann var fljótlega kenndur við fyrrgreint þing fyrrum her- manna) beindist fyrst og fremst að hvers konar sýkl- um og eiturefnum. Mun rannsókn þessi vera ein sú viðamesta og nákvæmasta, sem gerð hefur verið, en var þrátt fyrir það árangurslaus lengi vel. Veiru- sýking þótti næsta ólíkleg vegna vefjabreytinga, sem ekki samrýmdust veirusýkingum, og einnig vegna þess, að þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri svo skæð- ur hjá þeim, sem voru á hermannaþinginu, höfðu engir þessara sjúklinga smitað frá sér, en margir þeirra höfðu, þegar þeir veiktust, ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Þótti því eitrun einna líkleg- ust og var þar efst á blaði nickeleitrun, en einkenni sjúklinganna þóttu að nokkru geta samrýmst því, að þeir hefðu andað að sér nickelblönduðu lofti. Þetta studdist einnig af því, að nickelmagn í lungum þeirra sem dóu, reyndist talsvert hærra en eðlilegt er talið.3 Hefur aldrei fengist viðhlítandi skýring á þessu og að minnsta kosti einn vísindamaður heldur því fram enn í dag, að nickel hafi átt þátt í einkenn- unum.4 Þess má geta, að þessi samtök fyrrum hermanna hafa löngum þótt mjög íhaldssöm og munu ekki leggja mikið á sig til þess að bæta sambúð austurs og vesturs enda leið ekki á löngu, að upp komu raddir um að „eitrunin“ væri runnin undan rifjum alheimskommúnismans, „sem sífellt hrellir hinn frjálsa heim“. Sem betur fer skýrðist eðli Legion- naires sjúkdómsins áður en til alvarlegra pólitískra átaka kom. Athuganir á hegðan þinggesta leiddu í Ijós, að þeir sem sýktust höfðu eytt lengri tíma í anddyri hótelsins og á gangstéttinni fyrir utan heldur en hin- ir, sem ekki sýktust.1 Sýkingartíðni fór hækkandi með hækkandi aldri og þeir sem reyktu, voru næst- um 3,5 sinnum líklegri til að veikjast.1 Ekki benti rannsóknin til þess að matur eða drykkur skipti neinu máli varðandi skýkingarhættu og sömuleiðis virtist loftræstikerfi hótelsins ekki líkleg smitunar- LÆKNANEMINN 11

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.