Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 14

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 14
leið. Eins og áður sagði, benti heldur ekkert til þess, að sjúkdómurinn smitaðist milli manna.1 Þess má einnig geta, að um sama leyti fundust 39 tilfelli af sama sjúkdómi hjá innfæddu Fíladelfíufólki, sem allt hafði það sameiginlegt, að hafa gengið fyrir framan umrætt hótel eftir Broad Street, og hlaut sá faraldur heitið Breiðstrætislungnabólga. Allt bendir nú til þess, að hér sé um einu og sömu smitleiðina að ræða. Einhenni Nokkuð misjafnt var hvernig sjúkdómurinn lýsti sér, en langalgengustu einkennin voru í upphafi al- menn vanlíðan, vöðvaverkir og höfuðverkur og síð- an hár hiti með köldu.1,5 Hósti var oft til staðar, en yfirleitt án uppgangs. Odæmigerðir hrjóstverkir voru ekki sjaldgæfir og ríflega þriðjungur sjúkling- anna hafði takverk. Mæði, kviðverkir og einkenni frá meltingarvegi, eins og niðurgangur, voru algeng einkenni og hefur síðan talsvert verið gert úr niður- ganginum, sem hjálp í mismunagreiningu, þar sem niðurgangur er annars sjaldgæfur hjá sjúklingum með lungnabólgu af öðrum toga.5 Einkenni frá miðtaugakerfi voru einnig mjög algeng, mest bar á rugli, einkanlega hjá þeim, sem meira voru veik- ir.1’5 Nokkrir sjúklinganna fengu nýrnabilun, en þeir sem dóu virtust fyrst og fremst deyja úr svæs- inni lungnabólgu (sjá töflu I). Rannsóknir sýndu yfirleitt fremur væga hækkun á hvítum blóðkornum, með lítilli vinstri hneigð. Þriðjungur sjúklinganna höfðu hækkun á ýmsum enzymum svo og bilirubini. Mænuvökvi var eðlilegur hjá öllum, sem hann var TAFLA I Einkenni Legionnaires sjúkdóms Einkenni %sj. Hiti ................................................... 100 Máttleysi, slen ........................................ 100 Hósti .................................................. 100 Vöffvaverkir ............................................ 85 Skjálfti ................................................ 80 Niffurgangur ............................................ 60 Takverkur ............................................... 40 Pleural effusion ........................................ 30 Höfuffverkur ............................................ 25 Ógleffi ................................................. 28 Uppköst ................................................. 20 CNS einkenni (rugl)...................................... 20 athugaður hjá. Sökk var oftast hækkað og gjarnan yfir um 60 mm pr. klukkustund. Einkenni um óeðli- lega framleiðslu á ADH fundust í 10% sjúkling- anna. Lungnaröntgenmynd var nánast alltaf óeðli- leg hjá þeim sem smituðust og sýndi illa afmarkað- ar íferðir, ýmist í öðru eða báðum lungum og ó- sjaldan var um að ræða lobal dreifingu.6 Um þriðj- ungur hafði vökva í hrjóstholi, sem stundum en ekki alltaf, gat útskýrst af hjartabilun.1’5 (sjá töflu II). Vefjafræðiniðurstöður hjá þeim, sem dóu, sýndu svæsna lungnabólgu með necrosum og fibrin útfell- ingum. Bólgufrumusvarið var aðallega af marg- kyrndum hvítum blóðkornum, en minna af lympho- cytum, eins og húast mátti við í veirusýkingu.1 I upphafi sáust engin merki um bakteríur, jafnvel við sérlitanir, en síðan hafa sést, með sérstakri silfur- litunaraðferð, greinileg merki um stuttar, staflaga bakteríur af mismunandi stærð.2’7-8 Mest af þess- um bakteríum sjást inni í stórum, einkyrndum frumum. Þessi uppgötvun skar endanlega úr um að hér væri sennilega um sýkingu að ræða, en ekki eitrun. Nokkru síðar tókst, með aðferðum, sem líkj- ast því sem beitt er við ræktun Rickettsia, að rækta bakteríu frá lungum sjúklinga með Legionnaires sjúkdóm og var gátan þá að bálfu ráðin.2 Sýnum frá sjúklingum var sprautað í naggrísi og síðan var lifur og lungu úr þeim homogeniseruð og sett í egg og í þeim sáust bakteríur, sem líktust þeim sem fyrr er lýst, og loks eftir miklar tilraunir tókst að rækta þessa bakteríu á æti, sem tiltölulega auðvelt er að búa til. Jafn einfalt og þetta lítur út á prenti kostaði þetta óhemju vinnu og mun talsvert á annað hundrað manns hafa unnið að þessum rannsóknum er mest var um að vera. Ræktun bakteríunnar var forsenda þess, að unnt væri að gera úr garði blóðvatnspróf til greiningar á Legionnaires sjúkdómi. Það tók vís- indamennina bjá Center for Disease Control í At- lanta í Bandaríkjunum furðu skamman tíma að full- komna slíkt blóðvatnspróf og var beitt indirekt flu- orescent-antibody aðferð.2 Þetta próf er í senn sér- hæft og næmt og er ómetanlegt til greiningar á sjúk- dómum og eins til athugunar á útbreiðslu hans. Er nú mögulegt að greina Legionnaires sjúkdóm með vissu hjá sjúklingum í afturbata og jafnvel hjá sjúklingum, sem fengið hafa sjúkdóminn mörgum 12 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.