Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Page 15

Læknaneminn - 01.11.1978, Page 15
TAFLA II Rannsóknir Legionnaires sjúkdóms Rannsókn % Oeð'lileg lungnamynd................................. 95 Leukocytosis (10.000/mm3) ........................... 60 V. hneigð............................................ 50 Sökk (60 mm/klst.)................................... 33 Enzymhækkanir (LDH, GOT) ............................ 30 Skert nýrnastarfsemi ................................ 20 Proteinuria ......................................... 20 Inappropriate ADH syndrome .......................... 10 Oeðlilegur mænuvökvi .................................. 0 árum fyrr, en það átti eftir að koma í ljós, að far- aldurinn í Fíladelfíu var síður en svo sá fyrsti af þessum áður óþekkta sjúkdómi. Síðan hefur bæst við önnur greiningaraðferð þar sem hyggt er á di- rekt fluorescent-antibody aðferð og er hún enn ná- kvæmari en sú fyrri. Þrátt fyrir þessar uppgötvanir er björninn ekki að fullu unninn, þar sem í Ijós hefur komið, að erf- itt er að sýna fram á bakteríur í sýnum frá lifandi sjúklingum og ekki hefur tekist að rækta Legion- naires bakteríuna frá hráka. Tekst því oft ekki að greina sjúkdóminn með vissu á bráða stiginu, held- ur verður að reyna að reiða sig á klinisku myndina og bíða staðfestingar síðar með blóðvatnsprófum. Eins er ekkert vitað um hvernig bakteríurnar ber- ast til manna og hefur það hamlað mjög að útskýra faraldsfræði Legionnaires sjúkdómsins, en fullvíst þykir þó, að bakteríuna sé víða að finna, en sérstak- ar aðstæður þurfi að skapast til að faraldur komi fram. Líka hefur sýnt sig, að sjúklingar með skertar varnir, svo sem á immunosupprimerandi lyfjum, eru margfalt líklegri til að sýkjast en heilbrigðir einstaklingar.3 Aðrir furaldrar Þegar svo handhægt tæki sem blóðvatnspróf gegn Legionnaires sjúkdómi var fundið, var það aðeins að vonum, að athugað væri hvort fyrri faraldrar af sjúkdómum, sem líktust Legionnaires sjúkdómi, gætu í raun hafa verið sá sjúkdómur. Hefur svo sannar- lega sú orðið raunin þar sem nú hefur verið sýnt fram á þó nokkuð marga faraldra af Legionnaires sjúkdómi (sjá töflu III). Sá fyrsti var árið 1965 og kom upp á geðsjúkrahúsi í Washington. Þar veikt- ust 124 sjúklingar og dóu 14.9 Reyndust þeir sem lifðu sjúkdóminn af allir hafa mótefni gegn Legion- naires sjúkdómi í sínu blóði. Annar faraldur var í Pontiac, Michigan, 1968. Þar veiktust 144 einstak- lingar, sem flestir voru starfsmenn á heilsugæslu- stöð. Þessi sjúkdómur virtist þó miklu vægari en Legionnaires sjúkdómurinn í Fíladelfíu og Washing- ton. Enginn sjúklinganna dó og enginn fékk lungna- bólgu, höfðu aðallega vöðvaverki, hita og efri loft- vegaeinkenni.10 Þessir sjúklingar reyndust þó allir hafa mótefni gegn Legionnaires sjúkdómi og það sem meira var, að Legionnaires bakterían hefur ræktast úr sýnum, sem geyrnd hafa verið fryst frá árinu 1968. Virðist þar vera um sömu bakteríu að ræða, þótt einhver munur kunni að leynast, þar sem sjúkdómsmyndin var svo frábrugðin. Aðrir far- aldrar hafa komið upp í Fíladelfíu 197411 og aftur 1976, og þá reyndar í tengslum við sama hótel og stærsti faraldurinn varð í. Kemur því ekki á óvart, að þetta hótel hefur nú hætt störfum og stendur TAFLA III Faraldrar af Legionnaires sjúkdómi Staður Ár T egund stojnunar Veikir Fjöldi Dánir 1. Washington, USA 1965 Geðsjúkrahús 124 18 2. Pontiac, USA 1968 Heilsuverndarstöð 144. 0 3. Benidorm, Spáni 1973 Hótel ? 3 4. Philadelphia, USA 1974 11 2 5. Philadelphia, USA 1976 Hótel (sama og 4) 182 29 6. Benidorm, Spáni 1977 Hótel (sama og 3) 9 1 1977 24 4 8. Vermont, USA 1977 Sjúkrahús (12 sj.) 56 17 læknaneminn 13

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.