Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 17
Fósturvernd
Jón Hannesson læknir
1nngangur
Sonar (ultra-sound örbylgjur) er fyrsta og eina ó-
skaðlega aðferöin til þess að sjá fóstrið, fylgjast
með vexti þess og viðgangi og þar með að meta líð-
an þess á hverjum tíma.
Sonar hefur nú á síðustu árum verið notaður í
ört vaxandi mæli á ýmsum sviðum í læknisfræði. í
þessari grein mun ég einungis ræða notkun sonars
um meðgöngutímann (ante-natal monitoring, fóst-
urvernd).
Prófessor Ian Donald við Queen Mother’s sjúkra-
húsið í Glasgow hóf árið 1958 athugun á hverjir
möguleikar væru á notkun örbylgjutækni í obstetric
og gynaecology.
Örbylgjutæknin var má segja á tilraunastigi næstu
10 árin, því ekki þurfti einast að þróa heppileg tæki
í þessu augnamiði, heldur einnig að þreifa sig áfram
hvers virði þessi tækni væri, og síðan að reyna að
finna inn á heppilegustu leiðir til hagnýtrar notk-
unar.
Um eða upp úr 1970 má segja að örbylgjutæknin
hafi komist af tilraunastiginu og orðið stærsta fram-
lag til fósturverndar (ante-natal monitoring) fyrr og
nú. Hið margfalda raungildi örbylgjutækninnar
fram yfir önnur próf (hormona- og biokemisk próf),
sem áður höfðu verið notuð í sama augnamiði, er
sú staðreynd að hægt er að sjá fóstrið, meta þroska
Mynd 1. A þessum tveim myndnm sést tœkjabúnaSur sá sem notaSur er við sonarskoðun. Litli skermurinn sem merktur er
A sýnir svokallaS „A-scan“ (sjá mynd 4b), og skermur mertur B sýnir „B-scan“ (sjá mynd 4a). Skermar G sýna svonefndar
>,grey-scale“ myndir, þ. e. myndin kemur jram í mörgum gráum litbrigSum og af litla skerminum vinstra megin eru leknar
flestar þœr myndir sem birtast í þessari grein. Sá hluti tœkisins sem merktur er T er „Krystallinn“ (transduer). (Sjá nán-
ar mynd 2.)
LÆKNANEMINN
15