Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 24
Mynd 13. Myndin sýnir 14 vikna moludegeneraða fylgju.
FóstriS sést ekki. A: Amnionvökvi. P: Placenta. A myndinni
er fylgjuvejurinn gráleitur, en eyðurnar sem sjást í þessari
fylgju eru dagenerativar mola hydatidosa breytingar.
byrjandi decidua myndun. Oft má þó greina sekk-
inn sæmilega vel og er greiningin einkum auðveld
ef fóstrið er myndað. Stundum getur þó amnion-
sekkurinn legið þétt upp að legbolnum (mynd 17),
og við fyrstu sýn getur extra-uterin sekkur virst
vera intra-uterin og öfugt.
Enda þótt sonarskoðun sé því ekki einhlít til
greiningar á utanlegsþykkt, þá er það mín skoðun,
að hún geti stuðlað að réttri greiningu í vel flestum
tilvikum að undangengnu góðu klinisku mati.
Sem samantekt má segja, að sonarskoðun beri að
gera á fyrsta trimestri:
1) Ef óljóst er um tímalengd þungunar.
2) Abortus imminens tilfellum.
3) High risk pregnancy.
4) Slæm obstetrisk saga, abortus habitualis.
5) Differential diagnosis, abortus completus,
abortus incompletus.
6) Hjálplegt við greiningu á graviditas extra-
uterina.
II. TRIMESTER
Þroshmnælihvarði: Biparietal
diameter (BPD)
Þrettán vikna fósturhöfuð er orðið regulega lagað
og endurkastar hljóðbylgjum vel, hins vegar er
crown-rump kurvan orðin nokkuð brött og ekki eins
örugg til viðmiðunar eins og fram að 13. viku. A
tímabilinu 13. til 14. viku eru því oftast báðar þess-
ar mælingar notaðar sameiginlega til að fá nægjan-
lega nákvæmni, en eftir 14. viku er BPD notað ein-
göngu sem þroskamælikvarði. (Sjá mynd 19.)
Gildi BPD: I) Álitið er að lítill sem enginn bio-
logiskur vaxlarmunur eigi sér stað fyrir 20. viku ef
fóstur er heilbrigt. 2) Vaxtarkvóti er hraður á tíma-
einingu, vikulegur vaxtarkvóti 3% mm eða meira,
fram að 32. viku. 2 mm eða meira frá 32.-35. viku.
1-1Á2 mm frá 36.-40. viku. 3) Mæliskekkja er
minni en 1 mm á II. trimestri. 4) Höfuð fósturs er
á þessu tímabili nokkurn veginn hnötlótt eða spor-
öskulaga og mæling því oftast auðveld.
Biparietal diameter mælingar á 20.-30. viku eru
oftast nær marktækar, en athuga ber, að fóstur með
lága vaxtarkurvu af genetiskum orsökum geta nú
mjög villt um og einnig ber að minna á malformer-
uð fóstur, sem oft hafa óvenju lága vaxtarkurvu.
Hvíið á að sonarshoða mörg fóstur?
Flestir ef ekki allir, sem kynnst hafa þessari tækni,
halda fram að sonarskoða skuli öll fóstur um leið
og móðirin fær sína fyrstu skoðun. Nákvæmt
þroskamat fósturs er hornsteinn að nútíma fóstur-
vernd.
Mynd 14. Mola hydatidosa. Myndin er þversnið af legi,
stœraðrhlutföll %. Legið inniheldur vel formaðar molu-
blöðrur. K: Kviðveggur móður. B: mólublaðra með cap-
sulu. L: Ajturveggur legs.
22
LÆKNANEMINN