Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 33
hyd rops foetalis, þannig að ummál bols verður ó-
eðlilega stórt og auk þess má oft greina ascites
vökva. Resus fylgjan er einnig með hydrops, stór,
þykk, gljúp með hrörnun á fylgjuvef og þar af leið-
andi vaxtarseinkun eða vaxtarstöðnun (IUGRl.
(Sj á mynd 17.)
4. Auðvelt er að diagnosera legu fósturs með son-
ar.
5. Disproportio cephalopelvina. Ef grindin er í
knappara lagi skv. röntgen pelvimetri er sjálfsagt að
gera biparietal ákvörðun til þess að mæla raunrétta
stærð höfuðs og sérstaklega á þetta við um sitjanda-
stöður.
6. Tvíburar. Sonarinn hefur að mörgu leyti vald-
ið straumhvörfum í meðferð á tvíburakonum. Það
hefur þannig verið hægt að greina tvíbura í öllum
tilvikum, og tvíburakonur eru nú lagðar inn til hvíld-
ar, a. m. k. frá 32. eða 33. viku vegna hættunnar á
partus prematurus. Ef bæði börnin þroskast vel og
eðlilega er konan send heim á 36. viku, en er að
sjálfsögðu haldið lengur ef að vaxtarseinkun er hjá
öðrum tvíbura eða báðum. Nokkuð auðvelt á að
vera að greina hvor tvíburinn er stærri, sá fyrri eða
sá seinni, legu og afstöðu þeirra. (Sjá myndir 26 og
27.)
7. Anencephalus er auðveldur í diagnosis og er
hægt að gera þessa greiningu jafnvel strax upp úr
14. viku.
Mynd 30. Þverskurðarmynd tekin seinni hluta 2. trimesters.
Sýnir fylgju, sem fiekur framvegginn nokkuS jajnt. K:
Kviðveggur móður. P: Placenta. A: Amnionvökvi. L: Ajtur-
veggur legsins.
Mynd31. Transvers plan. Meðgöngulengd 31. vika. A mynd-
inni sést, að jylgjan er á ajturvegg legsins. P: Placenla. F:
Þverskurður af bol jósturs. R: Spatium relroperitoneale
móður. H: Hryggsúla móður. Hvíta punktalínan er við peri-
toneum posterior móðurkviðar. Ajtan við jóstrið kemur
jylgjan jram sem dökkur skuggi j>ví bolur fóstursins hejur
endurkastað hljóðbylgjunum að mestu. Legvatn er í meðal-
lagi.
8. Hydrocephalus er erfiður í sonardiagnosis og
oftast verður þetta ástand ekki ljóst fyrr en nokkr-
um dögurn eða vikum eftir fæðinguna. Menn eru nú
að reyna að komast nær þessari diagnosis á með-
göngutímanum með því að mæla stærðina á ventri-
culus lateralis. Menn greinir að sjálfsögðu nokkuð á
um hvar draga eigi mörkin milli heilbrigðs og sjúk-
legs ástands og hefur m. a. verið nefnd biparietal
dm. mæling upp í 110 mm. Fullmyndaðan hydro-
cephalus er að sjálfsögðu auðvelt að greina með
sonar.
Vert er að minnast á flatlaga höfuð, en höfuð sem
er skorðað í grind, verður oft áberandi flatlaga
(lateral compression) þannig að biparietal bungurn-
ar, sem eru vel mótaðar á 3. trimestri, þrýstast nið-
ur og getur þetla valdið verulegum skekkjum á bi-
parietal-mælingum. Þannig getur höfuð, sem skorð-
að er í grind mælst mörgum mm minna og gefur því
alrangar upplýsingar ef á að meta fósturþroska
samkvæmt því. Svipað má segja um höfuð, sem ligg-
ur undir hypocondrium og er því einnig vafasamt að
túlka slíka biparietal-mælingu. Ummálsplön höfuðs
og bols koma hér að ágætum notum. (Sjá mynd 28.)
læknaneminn
31