Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 62

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 62
Það virðist svæfa fljótt og vel og valda litlum sem engum drunga morguninn eftir gjöf, ef notaðir hafa verið lækningalegir skammtar. Það virðist heppilegt fyrir þá sem þurfa svefnlyf til skamms tíma, t. d. sjúkrahússjúklingar og einnig virðist að það bæti svefn næstu nætur á eftir, sem ætti að minnka á- vanamyndun. Til langtíma virðist það einnig gott sökum þess að virkni þess helst vel, en menn ættu þó að vera á verði gegn hjáverkunum sem geta kom- ið seint sökum hins langa helmingunartíma annars af niðurbrotsefnunum. Skammtastærðir eru þýðing- armiklar, sérstaklega hjá öldruðum einstaklingum og ættu menn ætíð að reyna að nota sem smæsta skammta. 15 mg skammtur flurazepam virðist þol- ast vel af eldra fólki og virðist samdóma álit manna af flurazepam fari vel í aldraða. Ahrif flurazepam á NREM- og REM-hluta svefns- ins virðast lítilvæg í lækningalegum skömmtum og ætti það að stuðla að góðum og lítt trufluðum svefni. Ekki hefur sést aukning á draumatíma eftir að notk- un er hætt eins og t. d. eftir barbitursýrusambönd, en slíkt kann einmitt að stuðla að ávana. Aður var talið að ávanahætta benzodiazepína væri hverfandi, en nú seinni ár hafa augu manna opnast fyrir þeim möguleika og fellur flurazepam einnig þar undir. Þar sem eitrunarhætta þess og annarra benzodia- zepina er frekar lítil ætti það að mæla með því til handa sjúklingum sem hætt er við að misnoti lyf. Niðurstaða þessa greinarkorns er því sú að flura- zepam sé heppilegt bæði í skamman tíma, vegna þess hve það svæfir fljótt og vel og truflar svefninn lítt, og einnig til lengri tíma vegna þess hve virkni þess helst vel. Menn skulu þó vera vel á verði gegn hjáverkun- um, í fyrsta lagi hjá öldruðum, vegna þess að þol þeirra er minna og í öðru lagi hjá þeim sem taka lyfið lengi, vegna þess að annað umbrotsefna þess skilst hægt út. I öllum tilfellum er nauðsynlegt að hafa skammta sem minnsta. Samantekt Flurazepam er benzodiazepin-afbrigði notað sem svefnlyf. Flurazepam er áhrifaríkara en placebo og jafngott eða betra en önnur svefnlyf sem það hefur verið borið saman við. Sjúklingar virðast sofna 54 fljótt og vel. Við langtíma meðferð virðist virkni þess haldast þó önnur sambærileg lyf tapi virkni sinni. Flurazepam hefur tiltölulega lítil áhrif á REM- svefn og virðist ekki framkalla REM-„rebound“, sem gæti minnkað líkur fyrir misnotkun. Það styttir 4. stig NREM-svefns en þýðing þess er óljós. Það hvarfast að talið er í virk umbrotsefni, þar af hefur annað, desalkylflurazepam helmingunartíma 49-100 klst. og getur safnast fyrir í líkamanum við sam- fellda og langvarandi notkun. Flurazepam veldur ekki aukinni ensímvirkni og virðist hafa litla hættu á ávanamyndun eða eitrun af völdum of hárra skammta. HEIMILDIR: 1 Greenblatt DJ, Shader RI, Koch-Weser J: Flurazepam hydrochloride. Clin Pharmacol Ther 17 (1): 1—14, jan. 75. 2 Syntposium om „Benzodiazepinenes plass i terapien" 7 — 8. november 1975. Roche Oslo 1976. 3 Schwartz MA, Postma E: Metabolism oí ílurazepam, a benzodiazepine, in man and dog J Pharm Sci 59:1800- 6. des 70 . 4 Silva JA F de, Strojny N: Determination of flurazepam and its major biotransformation poducts in blood and urine by spectrophotofluorometry sep 71 and spectro- photometry J Pharm Sci 60:1303—14, sep 71. 5 Kaplan SA, Silva JAF de, Jack ML, Alexander K, Strojny N, Weinfeld RE, Puglisi CV, Weissman L: Blood level profile in man following chronic oral ad- ministration of flurazepam hydrochloide, J Pharm Sci 62: 1932-5, des 73. 6 Garattini S, Mussini E, Randall LO, eds.: The benzodia- zepines. Monographs of the Mario Negri Institute for pharmacological research, Milan. New York, Raven Press 1973. 7 Feinberg I, Fein G, Walker JM, Rice LJ, Floyd TC, March JD: Flurazepam effects on slow-wave sleep: Stage 4 suppressed but number of delta waves constant. Science 198 ( 4319) 847-8, 25 nov 77. 8 Goodman LS, Gilman A, eds: The pharmacological basis of therapeutics. 5. útg. New York, Macmillan, 1975. 9 Sambrooks JE, MacCullough MJ, Birtles CJ, Smallman C: Assessment of the effects of flurazepam and nitra- zepam on visuo-motor performance using an automated assessment technique Acta Psychiatr Scand 48:443C54, 1972. 10 Bond AJ, Lader MH: The residual effects of flurazepam, Psychopharmacologia 32:223-35, 28 sep 73. 11 Weldkamp W, Staw RN, Mettzler CM, Demissianos HV: Efficacy and residual effect evaluation of a new hypno- LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.