Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 69

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 69
Eins og fyrr, fór krufninganámskeiðið fram und- ir handleiðslu prof. R. G. Harrisonar og aðstoðar- fólks hans. ViS upphaf námskeiðsins var ekki ann- að vilað en að því lyki með prófi, en þegar til kom þá varð aldrei neitt próf. Astæðan var sú, að prof. Hannes Blöndal hafði aldrei beðið Harrison sérstak- lega um það að haldið yrði próf í ár. Greinilegt var, að Harrison var lengi í vafa um hvort hann ætti að halda próf eða ekki og um tíma hélt hann okkur í óvissu með því að segja, að hann héldi því aðeins próf, að Hannes hefði samband við sig fyrir síðustu vikuna okkar. Þegar á leið tókst flestum að sann- færa sjálfa sig um að ekkert yrði úr prófi. En það leiddi ekki jafnframt til þess að ástundun minnkaði, eða að erfiðara yrði að koma fólki á fætur á morgn- ana. Það er ég sjálfur til vitnis um sem vekjari alla morgna. Tel ég þessa góðu ástundun meginástæðuna fyrir því, að Harrison á endanum tók þá ákvörðun að sleppa prófinu. Þakka ég þetta þeim góða hóp- anda, sem ríkti og ágæti einstaklinganna hvers og eins. Væri vonandi að eftirkomandi hópar sýndu þann þroska að nota þennan möguleika, en sofa ekki heima þó „jammað“ hafi verið til kl. 4 öll kvökl vikunnar. Nauðsyn tel ég enga á prófi umfram það að veita aðhald, og því sjálfsagt að Harrison ákveði það sjálfur hverju sinni hvort hann heldur próf eða ekki, enda er það hann sem stjórnar námskeiöinu. Einnig mætti koma á mætingarprósentu, þ. e. ef mæting ditti niður fyrir t. d. 90% hjá hópnum oft- ar en t. d. 15 sinnum, þá yrði próf. Ástæðuna fyrir því að próf tel ég ekki nauðsyn- legt umfram það að veita aðhald, er sú, að þegar út er haldið, þá hafa flestir lokið fullnaðarprófum í anatomíu og að það vel er fylgst með krufningun- um af aðstoðarfólkinu og prof. Harrison að þau vita mjög vel hvernig þær hafa verið framkvæmdar og hvað við kunnum. Spurningunni um það hvort þessi kúrsus eigi rétt á sér sem slíkur, svara ég hiklaust játandi, en spurn- ingunni um hvort mikið hafi bæst við anatomíu- kunnáttuna, svara ég neitandi. Ástæðan er hinn mikli anatomíu-lærdómur hér heima, sem fáu er við að bæta (aftur á móti mætti breyta kennslufyrir- komulaginu). Fyrri spurningunni svara ég játandi vegna mikilvægi þess að fá að sjá með eigin augum og finna með eigin hendi þá hluti sem um hefur ver- ið lært í tvö ár og sannfæra þannig sjálfan sig, að þannig séu þeir í raun og veru, ýmist mun flóknari eða mun einfaldari en þeir virðast í bókunum. Að Iokum vil ég þakka samstúdentum mínum fyr- ir einstaklega vel heppnaða för. Það skiptir jú öllu máli, ef svona ferð á að heppnast, að andinn sé góð- ur og að menn skilji þarfir hvers annars, bæði til að sofa, vaka og hafa hátt. Um C-vítamín Framh. af bls. 44. Dietary Allowances, National Academy of Sciences, Was- hington D. C. 5 Bourne, G. H. (1949): Brit. .1. of Nutr. 2, 340-356. 6 Stone, I. (1966): Acta Genet. Med. Gemellol. 16, 52-62. 7 Pauling, L. (1974); Proc. Nat. Acad. Sci. USA. 71, 4442- 4446. 8 Hodges, R. E., Baker, E. M., Hood. J., Sauberlich, H. E. & March, S. C. (1969): Amer. .1. Clin. Nutr. 22, 535-548. 9 Cardinale, G. J., Stassen, F. L. H., Kuttan, R. & Uden- friend. S. (1975): Ann. N. Y. Acad. Sci. 258, 278-287. 10 Muruta, A. & Kitagawa, K. (1973): Agr. Biol. Chem. 37, 1145-1151. 11 Yew, M.-L. S. (1973); Proc. Nat. Acad. Sci. USA. 70, 969-972. 12 Cottingham, E. & Mills, C. A. (1943): J. Immunol. 47, 493-502. 13 Hume, R. & Weyers, E. (1973): Scot. Med. J. 18, 3-7. 14 Korbsch, R. (1938): Medizinische Klinik. 34, 1500-1501. 15 Second Conference on Vitamin C. New York. 9.-12. Oct. 1974. Ann. N. Y. Acad. Sci. (1975). 16 Knox, E. G. (1973): Lancet i. 1465-1468. 17 Krumdieek, C. & Butterworth, C. E., Jr. (1974): Arner. J. Clin. Nutr. 27, 866-876. 18 Ragnarsson. J. Ú. (1977): Fréttabréf um heilbrigðismál, 25, 4. thl. 18-22. 19 The Role of Nutrition in Public Health, Report on a Working Group, Oct. 1976, World Health Organization, Copenhagen, ICP/NUT 003. LÆKNANEMINN 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.