Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 10
Líf og dauði
Séra Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur
Inngangur
ÖIl vitum viö að h'fið er ekki ótæm-
andi hamingja, þar sem lífið gengur
ekki áfallalaust fyrir sig. Hitt vitum
við einnig að þungbær reynsla getur
eflt þroskann. Sorg og söknuður eru
eðlileg viðbrögð við ástvinamissi.
Miklu skiptir að menn láti þá í Ijós
tilfinningar sínar og viðurkenni sárs-
aukann. Hættan er fólgin í því að
menn hafi stöðugt hemil á sjálfum
sér og einangri sig frá öðrum.
Eftir sem áður skiptir ekki mestu
máli það sem við höfum misst, heldur
það sem við eigum eftir til að lifa
fyrir.
Það er staðreynd að menn hafa
reynt að fela dauðann. Sumir vilja
ekkert af dauðanum vita, vegna þess
að hann kemur þeim úr jafnvægi.
Börn í Reykjavík sjá sjaldnast lík-
fylgd þar sem flestar jarðarfarir fara
fram frá Fossvogskirkju. En dauðinn
verður enn meira áfall í tjölskyldunni
ef við reynum að fela hann og ræðum
ekki um hann. Það er jafn þarft aö
ræða um dauðann og sjúkrahúsvist,
og sem betur fer hefur orðið á þessu
breyting til bóta í seinni tíð.
Sigurður Nordal gerði sér grein
fyrir þessu í bókinni Líf og dauði, þar
sem hann segir á þessa leið: ,,Mér
hefur virst það eitt af hinum frjó-
sömu íhugunarefnum, sem mannar
manninn, að skoða lífið frá sjónar-
miði dauðans og dauðann frá sjónar-
miði Iífsins.“
Það er ekki ástæða til þess að ótt-
ast Iíkamsdauðann, þegar hann kem-
ur í fyllingu lífsins. Það væri nær að
óttast þann dauða sem eyðileggur líf-
ið smátt og smátt. Sagt hefur verið að
líkamsdauðinn sé fremur vinur en
óvinur lífsins, því sú staðreynd að við
eigum eftir að deyja gerir lífið óend-
anlega dýrmætt.
Eitt er alveg ljóst: Menn verða að
læra að lifa við ýmsar dökkar hliðar
lífsins án þess að afneita þeim.
Heilsutjón og dauði ér verulciki
sem ekki verður horft framhjá.
Kristinn maður getur orðað það
þannig aö krossinn sé veruleiki í lífi
manns og samfélags. En hann sér
þetta allt undir formerkjum sigurs,
vonar og eilífs lífs. — Sú lífsafstaða
nefnist trú.
Dauðinn er manninum ekki eitt-
hvað eðlilegt og sjálfsagt, jafnvel þótt
hann komi í fyllingu lífsins. Það sýna
best þær ódauðleikahugmyndir sam-
tímans, sem fólgnar eru í djúpfryst-
ingu mannslíkamans í þeirri von að
menn fái bót meina sinna síðar. Það
er nærtækasta dæmið unt afneitun
dauðans og sýnir hve menn eiga erfitt
með að horfast í augu við hann. Ef til
vill er þaö vegna þess að dauðinn
hefur verið álíka feimnismál og kyn-
lífið var á Viktoríutímabilinu.
Dauðastundin hefur verið einka-
mál hvers og eins, enda þótt sú
spurning hljóti að leita á hvernig
hægt sé að hjálpa mönnum að mæta
dauða sínum. Menn geta vissulega
undirbúið sig fyrir dauöann, treyst
fyrirgefningu Guðs og fyrirgefið öör-
um. En dauðinn sjálfur er óhjá-
kvæmilegur.
Ólík viðhorf til dauðans
Fullvissan um að lífið sé hluti stærri
tilveru er ekki lengur almenn. Hinn
eftir-kristni maður (the post-christi-
an man) trúir aðeins því sem hann
reynir og því sem vísindin birta. Eilíft
líf fellur utan veruleikasviðs samtím-
ans, og því er oft hafnað sem hugar-
burði og draumórum. Vissulega
hugsa ekki allir, sem þú hittir á förn-
um vegi, á þennan hátt. Ólík viðhorf
er að finna manna á meðal, eins og
ýmsar kannanir gefa til kynna. Það
má vera að nú sé meira um for-kristin
viðhorf en margur ætlar, þar sem fólk
virðist trúa á stjörnuspeki fremur en
8
LÆKNANEMINN 3-"/18». - 34. árg.