Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 11
stjörnufræði og treystir fremur
stjörnuspánum en smásjánum.
Manngildishugmynd kristninnar
felur í sér að maðurinn sé borinn til
eilífs lífs. Stór þáttur í kenningu Jesú
er trúin á eilíft líf. Það er vart hægt að
byggja trú sína á Jesú, sem birti
mönnum kærleika Guðs, og hafna
um leið lífinu eilífa. Grundvöllur
þeirrar trúar var trúin á Guð föður.
Sérhverjum manni er gefið fyrir-
heit um eilíft líf. Dauðinn sviptir
mann ekki kærleika Guðs og kirkjan
boðar, að fyrir þann sem treystir
Kristi sé engin fyrirdæming. Eilíft líf
veitist án verðskuldunar og bregst
engum.
Við megum treysta því að örlög
okkar ráðist af kærleika Guðs. Sú
lífs- og trúarafstaða hlýtur að höfða
til allra manna sem fæðast, lifa og
deyja.
Enski biskupinn John Robinson
hefur sagt að líf kristins manns sé
grundvallað á kærleika, sem sleppir
honum ekki. Hvorki krabbamein né
kjarnorkusprengja getur rænt hann
þeim kærleika. En kristinn maður
talar ekki um ódauðleika í þessu
sambandi, heldur eilíft líf sem gjöf
Guðs og hann hefur enga þörf til þess
að teikna af því frekari myndir. Eilíft
líf er líf með Guði og andstætt kenn-
ingum um ódauðleika, nema þegar
talað er um ódauðieika sem gjöf, rétt
eins og við tölum um lífið sem gjöf.
Nokkur siðfræðileg vandamál
Helmut Thielicke skrifaði bók sem
nefnist í enskri þýðingu The Doctor
as Judge of Who Shall Live and Who
Shall Die. Efni bókarinnar var fyrst
sett fram sem fyrirlestrar á ráðstefnu
skurðlækna, sem haldin var í Ham-
borgarháskóla, þarsem höfundurinn
hefur starfað sem rektor og prófessor
í systematískri guðfræði. Thielicke
hefur unnið meir að siðfræði en
nokkur annar.
í bókinni kemur m. a. fram, að
þegar við tölum um skyldu læknis að
viðhalda lífi, þá sé ekki átt við líf-
fræöilegt líf, heldur mannlegt Iíf, sem
vart verður skilgreint út frá stað-
reyndum hjarta- og heilalínurita ein-
vörðungu. Allt frá Genesis til Heid-
eggers hefur meðvitund mannsins
verið það sem greindi að dýralíf og
mannlíf.
Samkvæmt kristnum skilningi hef-
ur maðurinn reisn sem honum ergef-
in, dignitas aliena, sem honum veitist
af Guði.
Það var í nafni þeirrar mannhelgi
sem Bodelschwingh stóð gegn SS-
foringjum Hitlers, þegar þeir vildu
tortíma gömlu fólki og geðveiku,
fólki sem af nasistum var talið óhæft
til lífs. En Bodelschwingh sá við-
brögð sjúklinganna við kærleika og
umhyggju og jafnvel sálmasöng og
ritningarversi.
Kristnir siðfræðingar taka mið af
helgi lífsins og þeirri mannlegu reisn,
sem mönnum er af Guði gefin, hvert
sem andlegt og líkamlegt ástand
þeirra kann að vera. Á þessu hvílir
vitundin um að viðhalda lífi, enda
þótt lina beri þjáningar.
Hins vegar geta kristnir siðfræð-
ingar viðurkennt réttmæti þess að
hætta meðferð sjúklings, þegar engin
von er um bata og heilinn er hættur
að starfa: í þeim tilvikum verður að
vega og meta möguleikann til mann-
legs lífs. Það er fyllilega réttmætt að
taka viðmiðun út frá heiladauða, og
við hljótum að hugleiða gæði þess lífs
sem sjúklingur á kost á, en ekki líf-
fræöilegt líf einvörðungu.
Þetta þýðir ekki að jákvæð eu-
þanasía eða líknardráp sé viður-
kennt. En það liggur fyrir mönnum
eitt sinn aö deyja, segir í Hebreabréf-
inu. Það þýðir að menn hafa rétt til
að deyja. Og þá vaknar spurningin:
Er leyfilegt að svipta menn réttinum
til að deyja, þegar dauðastundin er í
raun komin? Er leyfilegt að lengja
dauðastundina, þegar í raun er ekki
verið að viðhalda lífi heldur þjáning-
unni?
Thielicke heldur því fram að það
sé Pyrrhosarsigur fyrir lækni að
halda dauðanum í skefjum í nokkra
daga eða klukkustundir.
I ljósi þeirrar þróunar sem átt
hefur sér stað í læknavísindum, eru
menn jafnvel farnir að óttast meir
aðdragandann að dauðanum, heldur
en dauðann sjálfan.
Nútíma læknisfræði á það á hættu
að grípa inn í á mörkum Iífs og dauða
á þann hátt að hlutverk læknisins, að
lækna viðkomandi sjúkling, verður
að ómannlegri ógnun. Það ber ekki
að viðhalda lífi hvað sem þaö kostar,
þegar möguleikarnir til mannlegs lífs
og meðvitundar eru ekki lengur fyrir
hendi.
Samkvæmt yfirlýsingu Píusar páfa
XII frá 1957 er að áliti Kaþólsku
kirkjunnar fyllilega réttmætt að lina
þjáningar, jafnvel þótt það geti orðið
til þess að flýta fyrir dauðastundinni.
Samt sem áður er brýnt að menn
geri sér grein fyrir því að þjáningin
hafi ekki aðeins neikvæða hlið, hún
getur verið skapandi. Það er vissu-
lega uggvænlegt, hve nútímamenn
eru þollausir gagnvart þjáningunni.
Læknirinn Konrad Lorenz nefnir
það sem eina af dauðasyndum mann-
kyns. „Þolleysi fæðir af sér seigdrep-
andi leiðindi og sú viðleitni að sneiða
sífellt hjá þjáningunni er í reynd að
forðast verulegan hluta mannlífs-
ins,“ segir Lorenz.
Eftir sem áður er rangt að gera Iífið
sem slíkt absolut, þar sem dauðinn er
hluti af lífinu.
Líknardráp
Þetta felur ekki í sér að viðurkenna
beri aktívt Iíknardráp. Siðfræðingur-
inn Joseph Fletcher hefur verið ákaf-
ur talsmaður fyrir líknardrápi. í bók-
inni Morals and Medicine segir hann:
9
LÆKNANEMINN 3-4/i9»i - 34. árg.