Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 13
er nú hverjum ljóst, sem vilt skilja, að sá heimur sem krossfesti Krist á nú einnig á hættu að tortíma sjálfum sér, ef hann afneitar lífinu og sannri mennsku. En í augum kristins manns er sér- hver maður borinn til eilífs lífs. Dauðinn á ekki síðasta orðið, heldur lífið, lífið sem gjöf Guðs. HEIMILDIR: Helmut Thielicke: The Doctor as Judge of Who Shall Live and Who Shall Die. Fortress Press 1970. Ég hef verið beðinn að fjalla hér nokkuð um dauðann frá sjónarhóli læknisfræðinnar. Efni þctta er svo víðtækt, að ekki er hægt að gera því skil í stuttu máli. Ég mun því halda mig við almenn atriði en jafnframt ræða nokkur vandamál, sem varða deyjandi sjúklinga á gjörgæsludeild- um sjúkrahúsanna. Allt hefur sinn tíma og þannig er með dauðastundina. Allir eiga eftir að deyja fyrr eða síðar. Petta orðar Hallgrímur Pétursson svo snilldar- lega í öðru versi sálmsins um dauðans óvissan tíma: 5vo hleypur œskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli öngvir fengu upp á lífsstunda bið en þann kost undir gengu allir að skilja við. Sumum er dauðinn kærkominn eins og útslitnum gamalmennum eða þeim sem hafa þurft að bera þungan kross langvarandi sjúkdóma og þján- inga. Flestum er dauðinn aftur á móti fjarlægur og óvelkominn og hefur í LÆKNANEMINN 3-4/i»81 - 34. árg. Bernard Háring: Medical Ethics. St. Paul Publications, 1972. Ruth Russeli: Freedom to Die. Laurel Editions, 1976. Konrad Lorenz: Dauðasyndir mannkyns. AB 1976. Robert E. Neale: The Art of Dying. Harper & Row, 1971. Elisabeth Kubler-Ross: On Death and Dying. Macmillan 1976. Robert E. Neale: The Art of Dying. Harper& Row, 1976. Sigurður Nordal: Líf og dauði. AB 1966. för með sér sorg, brostnar vonir, þjáningar og breytingar á persónu- legum högum. Hér á landi mun meðalævi vera einna lengst og ungbarnadauði vera lægstur sem um getur. Ýmisskonar sjúkdómar og slysfarir herja þó á landsmenn. Pað er hlutverk lækna og annarra heilbrigðisstétta að greina og taka til meðferðar þessa sjúk- dóma, gera að slysum og fyrirbyggja hvort tveggja eftir því sem hægt er. Við störf sín hafa læknar um lang- an aldur haft að leiðarljósi þau grundvallarsjónarmið eða siðaregl- ur, sem grískir læknar settu sér fyrir óralöngu og kenndar eru við Hippo- krates. Þarsegirm. a.: „Pær einar fyrirskipanir mun ég gera, sem eru sjúklingum mínum til gagns og nytsemdar eftir því sem þekking mín og dómgreind frekast fær við ráðið. Forðast mun ég að að- hafast nokkuð illt eða óréttlátt gagn- vart þeim. Engum mun ég gefa Iyf svo honum verði að aldurtila." Hegðunar- og siðareglur hljóta að einhverju leyti að fylgja breyttum tímum, lífsháttum, lífsviðhorfum og starfsháttum, en kjarninn á ekki að breytast. Frá því síðari heimsstyrj- öldinni Iauk hafa ýmis ný viðhorf skapast: Nefna má geysiörar fram- farir í læknisfræði, ný viðhorf varð- andi þagnarskyldu, hratt vaxandi tölvunotkun, frjálsar fóstureyðingar, líknardráp tilraunir á mönnum, líf- færaflutninga, endurlífgun, lyfjamis- notkun. Vegna þessa hafa siðareglur lækna verið í stöðugri endurskoðun, og eru til margar yfirlýsingar (declarations) þar að lútandi frá síðustu árum og eru þessar helstar: 1948: Endurskoðun á Hippokrates- areiðnum. (Oft nefnt Genfar- heit lækna.) 1949: Nýjar siðareglur lækna sam- þykktar í London. 1964: Helsinki-yfirlýsingin um á- kvæði og leiðbeiningar við kliniskar rannsóknir. 1968: Sidney-yfirlýsingin varðandi dauðann. 1948: Samþykktar siðareglur lækna, codex ethicus, á íslandi. 1970: Osló-yfirlýsingin um fóstur- eyðingar. 1975: Tokyo-yfirlýsingin urn fang- elsanir og pyntingar. 1977: Hawaii-yfirlýsingin um geð- lækningar. Pað er rétt, að menn geri sér grein fyrir því, að framangreindar reglur eða yfirlýsingar eru aðeins til leið- beiningar en munu ekki vera lög- fræðilega bindandi. Næst ætla ég að greina frá nokkr- um atriðum Sidney-yfirlýsingarinnar varðandi dauðann. Par segir, að ákvörðun dauðastundarinnar sé í flestum löndum á ábyrgð lækna. Yfirleitt sé hægt að ákveða að ein- hver sé dáinn með venjulegum hætti, þ. e. a. s. þegar lífsnauðsynleg líf- færakerfi eru hætt að starfa. Dánar- stundin er talin sú, þegar hjarta og lungu hætta að gegna hlutverki sínu 11 Nokkur orð um dauðann Ólafur Þ. Jónsson svæfingalæknir

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.